Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 16:59 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. Lokunin hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, til að mynda hafa samflokksmenn ráðherra og aðrir úr stjórnarliðinu kallað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Tilkynnt var í síðustu viku að ætlunin væri að loka fangelsinu á Akureyri, sem er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar. Ætlunin væri að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála, en samkvæmt heimildum Vísis hefur rekstrarkostnaður fangelsins verið um 100 milljónir árlega. Eftir því sem Vísir kemst næst dyggði það rekstrarfé til að opna nýtt hús á Litla hrauni, bæta við tveimur starfsmönnum og taka við 30 fleiri föngum. Þannig megi auka skilvirkni Fangelsismálastofnunar. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri og eru þar að jafnaði átta til tíu fangar. Hin fyrirhugaða lokun hefur sætt töluverðri gagnrýni, ekki síst frá þingmönnum kjördæmisins. Má þar nefna Njál Trausta Friðbertsson, samflokksmann dómsmálaráðherra, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingflokksformann VG. Beðið eftir úttekt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segist nú hafa frestað lokun fangelsisins. Í Facebook-færslu skrifar ráðherra að hún hafi óskað eftir því að við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna lokunar fangelsins þar. „Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september,“ skrifar Áslaug. Fangelsismál Akureyri Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Nóg af frammíköllum og orðaskaki Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. Lokunin hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, til að mynda hafa samflokksmenn ráðherra og aðrir úr stjórnarliðinu kallað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Tilkynnt var í síðustu viku að ætlunin væri að loka fangelsinu á Akureyri, sem er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar. Ætlunin væri að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála, en samkvæmt heimildum Vísis hefur rekstrarkostnaður fangelsins verið um 100 milljónir árlega. Eftir því sem Vísir kemst næst dyggði það rekstrarfé til að opna nýtt hús á Litla hrauni, bæta við tveimur starfsmönnum og taka við 30 fleiri föngum. Þannig megi auka skilvirkni Fangelsismálastofnunar. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri og eru þar að jafnaði átta til tíu fangar. Hin fyrirhugaða lokun hefur sætt töluverðri gagnrýni, ekki síst frá þingmönnum kjördæmisins. Má þar nefna Njál Trausta Friðbertsson, samflokksmann dómsmálaráðherra, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingflokksformann VG. Beðið eftir úttekt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segist nú hafa frestað lokun fangelsisins. Í Facebook-færslu skrifar ráðherra að hún hafi óskað eftir því að við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna lokunar fangelsins þar. „Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september,“ skrifar Áslaug.
Fangelsismál Akureyri Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Nóg af frammíköllum og orðaskaki Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira