Ákvörðun Icelandair lögleg að mati sérfræðings í vinnurétti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2020 19:25 Mikil umræða hefur skapast meðal verkalýðshreyfingarinnar vegna ákvörðunar Icelandair. Lögmaður ASÍ segir ákvörðunina brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Sérfræðingur í vinnurétti segir það langsótt. „Mér finnst þetta svolítið langsótt að flokka þetta undir þá ákvörðun vegna þess að mér sýnist þessi ákvörðun hjá Ielandair vera einhvers konar neyðarréttarleg ákvörðun. Að ef þeir geri þetta ekki þá horfi þeir fram á slíkt fjárhagslegt tjón að það valdi gjaldþroti,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Ákvörðun atvinnurekandans sé í fljótu bragði ekki þess eðlis að hafa áhrif á vinnudeilur. Lára V. Júlíusdóttir er hæstaréttarlögmaður.AÐSEND „Hann getur ekki haft starfsmann í starfi á þessum kjörum og því er honum sú leið ein fær önnur en að lýsa til gjaldþrota,“ sagði Lára. Hún segir að forgangsákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélagsins og Icelandair sem rann út árið 2018 gæti komið í veg fyrir að Icelandair geti samið við annan aðila en Flugfreyjufélagið. „Þetta þýðir það að atvinnurekandi má ekki ráða aðra til starfsins en hann verður að láta félagsmenn í Flugfreyjufélaginu ganga fyrir. Þetta forgangsréttarákvæði virkar þannig að á meðan það er í gildi þá geta samtök atvinnulífsins ekki gert samning við eitthvert annað félag um þessi sömu störf.“ „Ef Flugfreyjufélagið er ekki til viðræðna lengur þá er það spurning hvort að Icelandair sé bundið þessum forgangsréttarákvæðum,“ sagði Lára. Icelandair Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast meðal verkalýðshreyfingarinnar vegna ákvörðunar Icelandair. Lögmaður ASÍ segir ákvörðunina brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Sérfræðingur í vinnurétti segir það langsótt. „Mér finnst þetta svolítið langsótt að flokka þetta undir þá ákvörðun vegna þess að mér sýnist þessi ákvörðun hjá Ielandair vera einhvers konar neyðarréttarleg ákvörðun. Að ef þeir geri þetta ekki þá horfi þeir fram á slíkt fjárhagslegt tjón að það valdi gjaldþroti,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Ákvörðun atvinnurekandans sé í fljótu bragði ekki þess eðlis að hafa áhrif á vinnudeilur. Lára V. Júlíusdóttir er hæstaréttarlögmaður.AÐSEND „Hann getur ekki haft starfsmann í starfi á þessum kjörum og því er honum sú leið ein fær önnur en að lýsa til gjaldþrota,“ sagði Lára. Hún segir að forgangsákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélagsins og Icelandair sem rann út árið 2018 gæti komið í veg fyrir að Icelandair geti samið við annan aðila en Flugfreyjufélagið. „Þetta þýðir það að atvinnurekandi má ekki ráða aðra til starfsins en hann verður að láta félagsmenn í Flugfreyjufélaginu ganga fyrir. Þetta forgangsréttarákvæði virkar þannig að á meðan það er í gildi þá geta samtök atvinnulífsins ekki gert samning við eitthvert annað félag um þessi sömu störf.“ „Ef Flugfreyjufélagið er ekki til viðræðna lengur þá er það spurning hvort að Icelandair sé bundið þessum forgangsréttarákvæðum,“ sagði Lára.
Icelandair Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41
Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41
Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10