Mikilvægt að málin séu leyst við samningaborðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 18:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst ánægð með að FFÍ og Icelandair hafi náð saman. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi náð saman og ritað undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í nótt. Mikilvægt sé að leysa mál sem þetta með samningum. Hún segir rökin fyrir því að Icelandair fái ríkisábyrgð sé að félagið hafi höfuðstöðvar hér á landi og sé með íslenska kjarasamninga. „Þetta eru auðvitað ánægjulegar lyktir í þessu og auðvitað er það við samningaborðið sem á að leysa slík mál. Það var mjög mikilvægt að ríkissáttasemjari boðaði til þessa fundar í gær og að deilendur skyldu ákveða að setjast niður og gera þessa úrslitatilraun,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir afar gott að náðst hafi saman í deilunni, en á föstudag tilkynnti Icelandair um að félagið hygðist slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og að flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. Með undirritun kjarasamnings í gær voru þær uppsagnir dregnar til baka. „Það er gott að þarna náðist saman, því það er auðvitað þarna sem á að leysa málin. Með frjálsum samningum þar sem aðilar ná saman.“ Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að Katrín hafi verið í samskiptum við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara vegna málsins. Það hafi þó verið ríkissáttasemjara, en ekki hennar, að boða aðila á fund í deilunni. Mikilvægur áfangi fyrir Icelandair Katrín segir jafnframt að svo virðist sem samningurinn, sem kynntur verður fyrir félagsmönnum FFÍ á mánudag, sé mikilvægur liður í þeirri vegferð sem Icelandair er á. Félagið hyggur á hlutafjárútboð í næsta mánuði. „Ég ímynda mér að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir félagið, að geta haldið áfram í sínu verkefni, sem er auðvitað að undirbúa hlutafjárútboð og tryggja það að bæði hluthafar og lánadrottnar komi að því verkefni að leggja félaginu til [fé].“ Þá segir hún stjórnvöld hafa lagt áherslu á að Icelandair héldi starfsemi sinni og kjarasamningum hérlendis. „Við höfum auðvitað lagt á það áherslu, stjórnvöld, allan tímann að það sé mikilvægt að ef ríkið eigi að koma að með sína ábyrgð að þá annars vegar takist vel upp í hlutafjárútboði og rökin fyrir því séu að hér sé einmitt félag með höfuðstöðvar á Íslandi og með íslenska kjarasamninga,“ segir forsætisráðherrann. Ánægjulegt sé að málinu sé lokið, en það hafi verið erfitt. „ Þetta mál fór auðvitað í mjög harðan hnút og ég vil bara ítreka það að sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er hversu mikilvægt það er að fólk útkljái svona mál við samningaborðið.“ Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi náð saman og ritað undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í nótt. Mikilvægt sé að leysa mál sem þetta með samningum. Hún segir rökin fyrir því að Icelandair fái ríkisábyrgð sé að félagið hafi höfuðstöðvar hér á landi og sé með íslenska kjarasamninga. „Þetta eru auðvitað ánægjulegar lyktir í þessu og auðvitað er það við samningaborðið sem á að leysa slík mál. Það var mjög mikilvægt að ríkissáttasemjari boðaði til þessa fundar í gær og að deilendur skyldu ákveða að setjast niður og gera þessa úrslitatilraun,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir afar gott að náðst hafi saman í deilunni, en á föstudag tilkynnti Icelandair um að félagið hygðist slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og að flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. Með undirritun kjarasamnings í gær voru þær uppsagnir dregnar til baka. „Það er gott að þarna náðist saman, því það er auðvitað þarna sem á að leysa málin. Með frjálsum samningum þar sem aðilar ná saman.“ Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að Katrín hafi verið í samskiptum við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara vegna málsins. Það hafi þó verið ríkissáttasemjara, en ekki hennar, að boða aðila á fund í deilunni. Mikilvægur áfangi fyrir Icelandair Katrín segir jafnframt að svo virðist sem samningurinn, sem kynntur verður fyrir félagsmönnum FFÍ á mánudag, sé mikilvægur liður í þeirri vegferð sem Icelandair er á. Félagið hyggur á hlutafjárútboð í næsta mánuði. „Ég ímynda mér að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir félagið, að geta haldið áfram í sínu verkefni, sem er auðvitað að undirbúa hlutafjárútboð og tryggja það að bæði hluthafar og lánadrottnar komi að því verkefni að leggja félaginu til [fé].“ Þá segir hún stjórnvöld hafa lagt áherslu á að Icelandair héldi starfsemi sinni og kjarasamningum hérlendis. „Við höfum auðvitað lagt á það áherslu, stjórnvöld, allan tímann að það sé mikilvægt að ef ríkið eigi að koma að með sína ábyrgð að þá annars vegar takist vel upp í hlutafjárútboði og rökin fyrir því séu að hér sé einmitt félag með höfuðstöðvar á Íslandi og með íslenska kjarasamninga,“ segir forsætisráðherrann. Ánægjulegt sé að málinu sé lokið, en það hafi verið erfitt. „ Þetta mál fór auðvitað í mjög harðan hnút og ég vil bara ítreka það að sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er hversu mikilvægt það er að fólk útkljái svona mál við samningaborðið.“
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09