Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 13:27 Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill. Hann bankaði upp á heima hjá dómaranum, skaut son hennar til bana og særði eiginmann hennar. Myndin er sviðsett og úr safni. Vísir/Getty Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira