„Brjálað að gera“ á fasteignamarkaðnum Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 09:14 Páll Pálsson fasteignasali segir flesta í stéttinni finna fyrir miklum áhuga um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“ Bítið Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“
Bítið Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira