Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 16:07 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. Báðir eru þeir sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja. Íslenska fyrirtækið segir umfjöllun um meint skattsvik fyrirtækisins fulla af rangfærslum. Namibísku fjölmiðlarnir The Namibian og Namibian Sun greina frá því á Twitter að dómari hafi hafnað ósk Esau og Tamson Hatuikulipi, tengdasonar hans, um lausn. Dómarinn teldi málið gegn þeim sterkt og að það græfi undan tiltrú almennings á réttarkerfinu að hvítflibbaglæpamönnum væri alltaf veitt lausn gegn tryggingu. BREAKING: Fishrot accused Bernhardt Esau and Tamson Hatuikulipi have been denied bail. Magistrate Duard Kesslau says the pair has a strong case to answer, adding that the continuous granting of bail to white-collar accused persons is eroding public faith in the justice system. pic.twitter.com/ne5lKsLxpc— Namibian Sun (@namibiansun) July 22, 2020 JUST IN ... A key finding by the magistrate: It is his opinion that there is a strong case against former fisheries minister Bernhard Esau and his son-in-law Tamson Hatuikulipi. The two have been refused bail. pic.twitter.com/jM4qWefqFn— The Namibian (@TheNamibian) July 22, 2020 Esau og Hatuikulipi eru í hópi namibískra embættismanna og aðila þeim tengdum sem er sakaður um að hafa tekið við mútum frá félögum Samherja í skiptum fyrir kvóta á namibískum fiskimiðum. Fullyrt var að fjármálaráðuneyti Namibíu væri með skattamál Samherja til rannsóknar í umfjöllun OCCRP, samtaka rannsóknarblaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og spillingu, í vikunni. Félög Samherja hafi flutt fjármuni úr landi til að forðast skattgreiðslur, selt fisk á undirverði og rukkað dótturfélag um yfirverð fyrir togara til þess að lækka skattgreiðslur sínar. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í gær segir fyrirtækið að umfjöllun OCCRP sé „endurtekið efni“. Það telji þá myndin sem dregin sé upp í umfjölluninni villandi. Fjölmargar rangfærslur komi fram í greininni, ýmislegt sé slitið úr samhengi og þarfnist skýringa. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00 Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. Báðir eru þeir sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja. Íslenska fyrirtækið segir umfjöllun um meint skattsvik fyrirtækisins fulla af rangfærslum. Namibísku fjölmiðlarnir The Namibian og Namibian Sun greina frá því á Twitter að dómari hafi hafnað ósk Esau og Tamson Hatuikulipi, tengdasonar hans, um lausn. Dómarinn teldi málið gegn þeim sterkt og að það græfi undan tiltrú almennings á réttarkerfinu að hvítflibbaglæpamönnum væri alltaf veitt lausn gegn tryggingu. BREAKING: Fishrot accused Bernhardt Esau and Tamson Hatuikulipi have been denied bail. Magistrate Duard Kesslau says the pair has a strong case to answer, adding that the continuous granting of bail to white-collar accused persons is eroding public faith in the justice system. pic.twitter.com/ne5lKsLxpc— Namibian Sun (@namibiansun) July 22, 2020 JUST IN ... A key finding by the magistrate: It is his opinion that there is a strong case against former fisheries minister Bernhard Esau and his son-in-law Tamson Hatuikulipi. The two have been refused bail. pic.twitter.com/jM4qWefqFn— The Namibian (@TheNamibian) July 22, 2020 Esau og Hatuikulipi eru í hópi namibískra embættismanna og aðila þeim tengdum sem er sakaður um að hafa tekið við mútum frá félögum Samherja í skiptum fyrir kvóta á namibískum fiskimiðum. Fullyrt var að fjármálaráðuneyti Namibíu væri með skattamál Samherja til rannsóknar í umfjöllun OCCRP, samtaka rannsóknarblaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og spillingu, í vikunni. Félög Samherja hafi flutt fjármuni úr landi til að forðast skattgreiðslur, selt fisk á undirverði og rukkað dótturfélag um yfirverð fyrir togara til þess að lækka skattgreiðslur sínar. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í gær segir fyrirtækið að umfjöllun OCCRP sé „endurtekið efni“. Það telji þá myndin sem dregin sé upp í umfjölluninni villandi. Fjölmargar rangfærslur komi fram í greininni, ýmislegt sé slitið úr samhengi og þarfnist skýringa.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00 Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00
Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00
Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51