Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 10:36 Ted Wheeler, borgarstjóri Portland, á mótmælunum í gærkvöldi. Hann og fleiri mótmælendur fengu yfir sig táragas frá alríkislögreglumönnum. AP/Karina Brown Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55
Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38