Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 22:22 Lögin myndu setja setja samfélagsmiðlum verulegar skorður, yrði frumvarp til þeirra samþykkt. Muhammed Selim Korkutata/Getty Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube. Guardian greinir frá þessu. Frumvarpið felur í sér reglur sem kveða á um að samfélagsmiðlar með yfir eina milljón notenda þyrftu annað hvort að hafa formlega viðveru í Tyrklandi eða hafa fulltrúa frá sér í Tyrklandi, sem hægt yrði að draga til lagalegrar ábyrgðar gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum. Þá þyrftu fyrirtækin eða fulltrúar þeirra að svara kvörtunum um efni sem bryti lög um persónuvernd innan 48 klukkustunda. Eins þyrftu alþjóðleg fyrirtæki í samfélagsmiðlarekstri að geyma gögn notenda sinna innan Tyrklands. Verði frumvarpið að veruleika geta tyrknesk stjórnvöld beitt þau fyrirtæki sem ekki myndu fylgja reglunum þungum sektum, auk þess sem þeim yrði heimilt að draga úr bandbreidd samfélagsmiðlanna um allt að 90 prósent. Yrði hið síðarnefnda gert myndi það í raun þýða að innan Tyrklands væri ekki hægt að nota samfélagsmiðilinn sem ætti í hlut. Eins myndi frumvarpið veita dómstólum heimild til þess að skikka vefmiðlum til þess að fjarlægja eða draga til baka birt efni innan sólarhrings frá birtingu. Drög að frumvarpinu voru samþykkt í dag en ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um það fer fram. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt en það nýtur stuðnings flokks Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn. Tyrkland Samfélagsmiðlar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube. Guardian greinir frá þessu. Frumvarpið felur í sér reglur sem kveða á um að samfélagsmiðlar með yfir eina milljón notenda þyrftu annað hvort að hafa formlega viðveru í Tyrklandi eða hafa fulltrúa frá sér í Tyrklandi, sem hægt yrði að draga til lagalegrar ábyrgðar gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum. Þá þyrftu fyrirtækin eða fulltrúar þeirra að svara kvörtunum um efni sem bryti lög um persónuvernd innan 48 klukkustunda. Eins þyrftu alþjóðleg fyrirtæki í samfélagsmiðlarekstri að geyma gögn notenda sinna innan Tyrklands. Verði frumvarpið að veruleika geta tyrknesk stjórnvöld beitt þau fyrirtæki sem ekki myndu fylgja reglunum þungum sektum, auk þess sem þeim yrði heimilt að draga úr bandbreidd samfélagsmiðlanna um allt að 90 prósent. Yrði hið síðarnefnda gert myndi það í raun þýða að innan Tyrklands væri ekki hægt að nota samfélagsmiðilinn sem ætti í hlut. Eins myndi frumvarpið veita dómstólum heimild til þess að skikka vefmiðlum til þess að fjarlægja eða draga til baka birt efni innan sólarhrings frá birtingu. Drög að frumvarpinu voru samþykkt í dag en ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um það fer fram. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt en það nýtur stuðnings flokks Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn.
Tyrkland Samfélagsmiðlar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira