Katrín segir síst verra að kjósa að hausti en vori Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2020 10:54 Ef stjórnarsamstarfið heldur verður boðað til alþingiskosninga hinn 25. september 2021. Forsætisráðherra bendir á að haustkosningar tíðkist víða í nágrannalöndum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Forsætisráðherra stefnir að því að alþingiskosningar fari fram hinn 25. september á næsta ári, mánuði fyrr en kjörtímabilið rennur út. Hún segir síst verra að kjósa að hausti en vori eins og lengst af hefur verið hefðin á Íslandi. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2016 var alþingiskosningum sem annars áttu ekki að fara fram fyrr en árið 2017 flýtt og kosið í október 2016. Þá var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en sú stjórn sprakk eftir átta mánuði og aftur var kosið í októbermánuði árið 2017. Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar rennur því ekki formlega út fyrr en 28. október á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti formönnum annarra flokka þessa ákvörðun sína í gærdag. Þótt oftast hafi verið kosið til Alþingis að vori sé eðlilegt að virða regluna um að kjörtímabil sé fjögur ár. „Þetta er þá eins nálægt því og verður komist. Að teknu tilliti til þess að við séum að heyja kosningabaráttu í sæmilegu veðri og sæmilegri færð, sem er ágætt í september. Sömuleiðis að ríkisstjórn sem verður mynduð að loknum næstu kosningum hafi þann tíma sem þarf til að ljúka við fjárlagagerð,“ segir Katrín. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka eru ekki sáttir við ákvörðun forsætisráðherra um haustkosningar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata tilganginn vera að hanga sem lengst á valdastólum.Vísir/Vilhelm Í nýju lagaumhverfi um opinber fjármál sé alltaf unnið út frá langtíma áætlunum. Því ætti tíminn frá kosningum í lok september fram að jólum að duga. „Þá værum við að komumst við framhjá því sem lengi hefur verið kallað kosningafjárlög. Þar sem sett eru fram fjárlög sem eiga að hafa áhrif á stemminguna fyrir kosningar. Ég held að þessi tímasetning sé góð til að einmitt losna við þann sið,“ segir Katrín. Það sé enginn náttúrlegur tími til að boða til kosninga. „Til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar. Þá eru Noregur og Svíþjóð að venju með kosningar að hausti. Finnar með kosningar að vori. Danir geta haft kosningar hvenær sem er í raun og veru á árinu. Þar er oft boðað til kosninga með tiltölulega skömmum fyrirvara,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Forsætisráðherra stefnir að því að alþingiskosningar fari fram hinn 25. september á næsta ári, mánuði fyrr en kjörtímabilið rennur út. Hún segir síst verra að kjósa að hausti en vori eins og lengst af hefur verið hefðin á Íslandi. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2016 var alþingiskosningum sem annars áttu ekki að fara fram fyrr en árið 2017 flýtt og kosið í október 2016. Þá var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en sú stjórn sprakk eftir átta mánuði og aftur var kosið í októbermánuði árið 2017. Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar rennur því ekki formlega út fyrr en 28. október á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti formönnum annarra flokka þessa ákvörðun sína í gærdag. Þótt oftast hafi verið kosið til Alþingis að vori sé eðlilegt að virða regluna um að kjörtímabil sé fjögur ár. „Þetta er þá eins nálægt því og verður komist. Að teknu tilliti til þess að við séum að heyja kosningabaráttu í sæmilegu veðri og sæmilegri færð, sem er ágætt í september. Sömuleiðis að ríkisstjórn sem verður mynduð að loknum næstu kosningum hafi þann tíma sem þarf til að ljúka við fjárlagagerð,“ segir Katrín. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka eru ekki sáttir við ákvörðun forsætisráðherra um haustkosningar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata tilganginn vera að hanga sem lengst á valdastólum.Vísir/Vilhelm Í nýju lagaumhverfi um opinber fjármál sé alltaf unnið út frá langtíma áætlunum. Því ætti tíminn frá kosningum í lok september fram að jólum að duga. „Þá værum við að komumst við framhjá því sem lengi hefur verið kallað kosningafjárlög. Þar sem sett eru fram fjárlög sem eiga að hafa áhrif á stemminguna fyrir kosningar. Ég held að þessi tímasetning sé góð til að einmitt losna við þann sið,“ segir Katrín. Það sé enginn náttúrlegur tími til að boða til kosninga. „Til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar. Þá eru Noregur og Svíþjóð að venju með kosningar að hausti. Finnar með kosningar að vori. Danir geta haft kosningar hvenær sem er í raun og veru á árinu. Þar er oft boðað til kosninga með tiltölulega skömmum fyrirvara,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21