Þrjú eru látin eftir að lítil tveggja sæta flugvél hrapaði á íbúðarhúsnæði í þýska bænum Wesel.
BBC greinir frá því að rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma hafi viðbragðsaðilar verið kallaðir til eftir að fregnir bárust af sprengingu og eldhnetti í byggingunni sem hýsir fimm íbúðir.
Lík þriggja fullorðinna aðila fundust á háalofti byggingarinnar og var barn flutt á sjúkradeild með minniháttar meiðsli en í miklu áfalli.
Haft er eftir lögregluforingjanum Peter Reuters að flugvélin hafi flogið af stað frá Marl-flugvelli og lent stuttlega í Wesel áður en að slysið varð. Ekki liggur fyrir hvers vegna atvikið varð.