Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 10:52 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst á miðvikudag, 22. júlí, og lýkur á morgun, mánudaginn 27. júlí, klukkan 12 á hádegi. Þeir sem mega greiða atkvæði um samninginn eru starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Fljúga fimm tímum lengur fyrir sömu grunnlaun Icelandair og FFÍ undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. júlí en föstudaginn áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag en voru þær dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Stefna á hlutafjárútboð í ágúst Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður kynnt á morgun en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarðar íslenskra króna. Icelandair sendi Kauphöllinni bráðabirgðaútreikninga síðastliðinn miðvikudag en þar sagði að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða um 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir Bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kring um 21 milljarð króna. Icelandair stefnir jafnframt að því að bjóða út hlutafé félagsins í ágúst. Icelandair stefnir á að klára samninga við fimmtán lánadrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30 Flugfreyjur kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“ og „stífmálaðar frekjur“ Flosi Eiríksson rís upp til varnar flugfreyjum og fordæmir skítkast sem þær hafa mátt sæta á umliðnum vikum og dögum. 21. júlí 2020 14:49 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst á miðvikudag, 22. júlí, og lýkur á morgun, mánudaginn 27. júlí, klukkan 12 á hádegi. Þeir sem mega greiða atkvæði um samninginn eru starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Fljúga fimm tímum lengur fyrir sömu grunnlaun Icelandair og FFÍ undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. júlí en föstudaginn áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag en voru þær dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Stefna á hlutafjárútboð í ágúst Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður kynnt á morgun en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarðar íslenskra króna. Icelandair sendi Kauphöllinni bráðabirgðaútreikninga síðastliðinn miðvikudag en þar sagði að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða um 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir Bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kring um 21 milljarð króna. Icelandair stefnir jafnframt að því að bjóða út hlutafé félagsins í ágúst. Icelandair stefnir á að klára samninga við fimmtán lánadrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30 Flugfreyjur kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“ og „stífmálaðar frekjur“ Flosi Eiríksson rís upp til varnar flugfreyjum og fordæmir skítkast sem þær hafa mátt sæta á umliðnum vikum og dögum. 21. júlí 2020 14:49 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18
Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30
Flugfreyjur kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“ og „stífmálaðar frekjur“ Flosi Eiríksson rís upp til varnar flugfreyjum og fordæmir skítkast sem þær hafa mátt sæta á umliðnum vikum og dögum. 21. júlí 2020 14:49