Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 14:39 35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. AP/Daniel Cole Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. ITER-verkefnið, eins og það er kallað, gengur út á að þróa hreina og endurnýjanlega orkulind, í rauninni með því að skapa smáar sólir í orkuverum. Þróunarvinna vegna kjarnasamrunaofnsins hefur staðið yfir um árabil og er verkefnið eitt flóknasta rannsóknarverkefni sögunnar, samkvæmt frétt Guardian.35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. Ofninn verður um 23 þúsund tonn og inniheldur nærri því þrjú þúsund ofursegla sem tengdir eru með 200 kílómetra löngum köplum og þessu verður að halda í 269 gráðu kulda. Einn rafsegullinn í stöðinni er sagður geta lyft flugmóðurskipi. Kjarnasamruni fæst með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ferli þetta myndar ekki koltvísýring og mun minna af geislavirkum úrgangi en hefðbundin kjarnorkuver. Þá gætu samrunaorkuofnar framtíðarinnar ekki brætt úr sér. Þrátt fyrir að rannsóknir á samruna hafi staðið yfir um áratugaskeið hefur þó ekki tekist að framleiða mikla orku enn. Heimsmetið í samruna á Joint European Torus, eða JET. Árið 1997 framleiddi stofnunin 16 MW í samruna en varði þó 24 MW í að koma samrunanum af stað. Forsvarsmenn ITER segjast ætla að vera fyrstir til að framleiða meira rafmagn en sett er í samrunann og framleiða 500 MW með einungis 50MW til hitunar, því hita þarf þungavetni og tritíum í gífurlegan hita til að koma samrunanum af stað. Einnig þarf mikla orku til að halda plasmanum, eða „sólinni“, sem verður til við samrunann í loftinu. Frakkland Tækni Vísindi Orkumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. ITER-verkefnið, eins og það er kallað, gengur út á að þróa hreina og endurnýjanlega orkulind, í rauninni með því að skapa smáar sólir í orkuverum. Þróunarvinna vegna kjarnasamrunaofnsins hefur staðið yfir um árabil og er verkefnið eitt flóknasta rannsóknarverkefni sögunnar, samkvæmt frétt Guardian.35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. Ofninn verður um 23 þúsund tonn og inniheldur nærri því þrjú þúsund ofursegla sem tengdir eru með 200 kílómetra löngum köplum og þessu verður að halda í 269 gráðu kulda. Einn rafsegullinn í stöðinni er sagður geta lyft flugmóðurskipi. Kjarnasamruni fæst með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ferli þetta myndar ekki koltvísýring og mun minna af geislavirkum úrgangi en hefðbundin kjarnorkuver. Þá gætu samrunaorkuofnar framtíðarinnar ekki brætt úr sér. Þrátt fyrir að rannsóknir á samruna hafi staðið yfir um áratugaskeið hefur þó ekki tekist að framleiða mikla orku enn. Heimsmetið í samruna á Joint European Torus, eða JET. Árið 1997 framleiddi stofnunin 16 MW í samruna en varði þó 24 MW í að koma samrunanum af stað. Forsvarsmenn ITER segjast ætla að vera fyrstir til að framleiða meira rafmagn en sett er í samrunann og framleiða 500 MW með einungis 50MW til hitunar, því hita þarf þungavetni og tritíum í gífurlegan hita til að koma samrunanum af stað. Einnig þarf mikla orku til að halda plasmanum, eða „sólinni“, sem verður til við samrunann í loftinu.
Frakkland Tækni Vísindi Orkumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira