Banna heimsóknir í Viktoríuríki vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 07:19 Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilis í Melborune sjást hér fleygja notuðum lækningavörum. Getty/ Asanka Ratnayake Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira