Banna heimsóknir í Viktoríuríki vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 07:19 Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilis í Melborune sjást hér fleygja notuðum lækningavörum. Getty/ Asanka Ratnayake Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira