Mótmæla aðgerðum stjórnvalda í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 18:12 Þúsundir taka þátt í mótmælunum í Berlín. FELIPE TRUEBA/EPA Þúsundir Berlínarbúa mótmæla nú takmörkunum og reglum sem þýsk stjórnvöld hafa komið á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi. Mótmælendurnir telja aðgerðir stjórnvalda, svo sem grímuskyldu, vera brot á borgaralegum réttindum sínum og frelsi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þýskalandi tókst betur til en mörgum öðrum Evrópuríkjum að bregðast við kórónuveirufaraldrinum en undanfarið hefur borið á því að fleiri séu teknir að smitast. Í gær greindust yfir 900 einstaklingar með veiruna í landinu og sjö létust. Samkvæmt tölum yfirvalda er talið að um 15.000 manns taki þátt í mótmælunum, sem mótmælendur sjálfir kalla „Frelsisdaginn.“ Meðal slagorða sem sjá má á skiltum mótmælenda eru „Kóróna, gabb“ og „Það er verið að neyða okkur til að nota múl.“ Seinna slagorðið vísar til þess að fólk skuli bera grímu á almannafæri. Samkvæmt BBC eru hægri-öfgamenn og fylgjendur samsæriskenninga sem trúa ekki á tilvist kórónuveirunnar á meðal mótmælenda, þó þar séu einnig borgarar sem séu einfaldlega mótfallnir aðgerðum stjórnvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá segir að fáir mótmælendanna beri grímur eða hugi að reglum um fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. „Krafa okkur er afturhvarf til lýðræðis. Burt með þessi lög sem sett hafa verið á okkur, burt með grímurnar sem gera okkur að þrælum,“ hefur BBC eftir konu einni sem var viðstödd mótmælin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Þúsundir Berlínarbúa mótmæla nú takmörkunum og reglum sem þýsk stjórnvöld hafa komið á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi. Mótmælendurnir telja aðgerðir stjórnvalda, svo sem grímuskyldu, vera brot á borgaralegum réttindum sínum og frelsi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þýskalandi tókst betur til en mörgum öðrum Evrópuríkjum að bregðast við kórónuveirufaraldrinum en undanfarið hefur borið á því að fleiri séu teknir að smitast. Í gær greindust yfir 900 einstaklingar með veiruna í landinu og sjö létust. Samkvæmt tölum yfirvalda er talið að um 15.000 manns taki þátt í mótmælunum, sem mótmælendur sjálfir kalla „Frelsisdaginn.“ Meðal slagorða sem sjá má á skiltum mótmælenda eru „Kóróna, gabb“ og „Það er verið að neyða okkur til að nota múl.“ Seinna slagorðið vísar til þess að fólk skuli bera grímu á almannafæri. Samkvæmt BBC eru hægri-öfgamenn og fylgjendur samsæriskenninga sem trúa ekki á tilvist kórónuveirunnar á meðal mótmælenda, þó þar séu einnig borgarar sem séu einfaldlega mótfallnir aðgerðum stjórnvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá segir að fáir mótmælendanna beri grímur eða hugi að reglum um fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. „Krafa okkur er afturhvarf til lýðræðis. Burt með þessi lög sem sett hafa verið á okkur, burt með grímurnar sem gera okkur að þrælum,“ hefur BBC eftir konu einni sem var viðstödd mótmælin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira