Hafa beðið belgísk lögregluyfirvöld um aðstoð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 18:10 Konráðs Hrafnkelssonar hefur verið saknað síðan á fimmtudagsmorgun. Leit að Konráði Hrafnkelssyni, Íslendings sem saknað er í Brussel, hefur ekki borið árangur. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir unnustu Konráðs. Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði í gær og hefur nú sent belgískum lögregluyfirvöldum formlega beiðni um aðstoð við leit að honum. Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Um tuttugu vinir og aðstandendur leituðu hans í borginni í gær, að því er RÚV hefur eftir unnustu Konráðs. Hún segir að fjölskyldan sé einskis vísari um ferðir hans en hafi óskað eftir formlegri leit við lögregluyfirvöld hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur formleg beiðni um leit að Konráði verið send belgískum lögregluyfirvöldum. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoði jafnframt aðstandendur við samskipti við yfirvöld í Belgíu, líkt og fram kom í frétt Vísis um málið í gær. Ekki fengust upplýsingar um það hvort lögreglu hér á landi hefðu borist margar ábendingar vegna málsins eftir að hún lýsti eftir Konráði. Belgíski fjölmiðillinn HLN fjallaði um hvarf Konráðs á vef sínum í gær. Þar er rætt við Peter Paul Van Der Werff, frænda Konráðs, sem segir fjölskylduna afar áhyggjufulla. Þá er haft eftir honum að lögregla hyggist skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu þar sem síðast sást til Konráðs. Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól. Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com. Uppfært klukkan 19:26: Eftirfarandi tilkynning barst frá fjölskyldu Konráðs á áttunda tímanum í kvöld: Ekkert hefur spurst til Konráðs og er leitin komin í ákveðið ferli hjá lögreglunni hér heima og í Belgíu. Einnig erum við í góðum samskiptum við borgaraþjónustuna hjá utanríkisráðuneytinu hér heima og sendiráðið í Brussel. Við höldum áfram að dreifa upplýsingum og höfum sett af stað auglýsingu á Instagram. Því miður hafa ekki borist neinar vísbendingar um ferðir hans. Upplýsingar hafa einnig komið fram í fjölmiðlum úti. Eins og fram hefur komið þiggjum við allar upplýsingar og óskast þær sendar á info.konni92@gmail.com Belgía Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Leit að Konráði Hrafnkelssyni, Íslendings sem saknað er í Brussel, hefur ekki borið árangur. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir unnustu Konráðs. Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði í gær og hefur nú sent belgískum lögregluyfirvöldum formlega beiðni um aðstoð við leit að honum. Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Um tuttugu vinir og aðstandendur leituðu hans í borginni í gær, að því er RÚV hefur eftir unnustu Konráðs. Hún segir að fjölskyldan sé einskis vísari um ferðir hans en hafi óskað eftir formlegri leit við lögregluyfirvöld hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur formleg beiðni um leit að Konráði verið send belgískum lögregluyfirvöldum. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoði jafnframt aðstandendur við samskipti við yfirvöld í Belgíu, líkt og fram kom í frétt Vísis um málið í gær. Ekki fengust upplýsingar um það hvort lögreglu hér á landi hefðu borist margar ábendingar vegna málsins eftir að hún lýsti eftir Konráði. Belgíski fjölmiðillinn HLN fjallaði um hvarf Konráðs á vef sínum í gær. Þar er rætt við Peter Paul Van Der Werff, frænda Konráðs, sem segir fjölskylduna afar áhyggjufulla. Þá er haft eftir honum að lögregla hyggist skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu þar sem síðast sást til Konráðs. Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól. Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com. Uppfært klukkan 19:26: Eftirfarandi tilkynning barst frá fjölskyldu Konráðs á áttunda tímanum í kvöld: Ekkert hefur spurst til Konráðs og er leitin komin í ákveðið ferli hjá lögreglunni hér heima og í Belgíu. Einnig erum við í góðum samskiptum við borgaraþjónustuna hjá utanríkisráðuneytinu hér heima og sendiráðið í Brussel. Við höldum áfram að dreifa upplýsingum og höfum sett af stað auglýsingu á Instagram. Því miður hafa ekki borist neinar vísbendingar um ferðir hans. Upplýsingar hafa einnig komið fram í fjölmiðlum úti. Eins og fram hefur komið þiggjum við allar upplýsingar og óskast þær sendar á info.konni92@gmail.com
Belgía Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira