Hvenær kemur að stjórnvöldum? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 13:29 Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng. Spurningum fjölmiðla og almennings um hvort önnur bylgja kórónuveirunnar sé hafin hefur verið svarað af hálfu sóttvarnarlæknis og landlæknis þannig að við verðum sennilega að venjast því að veiran verði hluti af lífi okkar næstu mánuði og jafnvel ár. Og í því ljósi er auðvitað alveg rétt hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að það er tímabært að fara að ræða hvernig takast á við stöðuna til lengri tíma og framtíðar og ræða hvernig vega á og meta þá hagsmuni sem búa að baki. Með því að fá fleiri sjónarmið að borðinu eins og sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir er sömuleiðis hægt að ná öllum rökum betur upp á yfirborðið. Samtalið verður skýrara. Þar vegast auðvitað á ólík sjónarmið og það er ekki hægt að bjóða samfélagi upp á það til lengri tíma litið að forðast það samtal. Fólk verður að fá að vita, upp að því marki sem hægt er, hvers er að vænta. Þegar veruleikinn er að barátta við skæða og bráðsmitandi veiru hefur jafnframt í för með sér alvarlegar efnahagslegar afleiðingar er ekki bara eðlilegt að umræðan eigi sér einnig stað á hinum pólitíska vettvangi, það er nauðsynlegt. Sömuleiðis er ósanngjarnt að sóttvarnarlæknir og landlæknir sitji daglega fyrir svörum um efni sem lúta að pólitískum og efnahagslegum spurningum sem aðrir bera ábyrgð á. Álitaefnið er hvernig best megi haga sóttvörnum, en um leið verja atvinnu, efnahag og mannréttindi fólks. Með öðrum orðum þarf ríkisstjórnin sjálf að fara að gera það sem embættismenn hafa hingað til gert vel hvað varðar heilbrigðismálin. Hún þarf að setja skýrt fram hvernig hún sér fyrir sér að takast á við þennan breytta veruleika til lengri tíma litið hvað varðar heilbrigði, efnahag og daglegt líf þjóðar í þessum nýju aðstæðum. Sumarið hefur gefið ráðherrum tóm til að móta lausnir við því sem mátti vera líkleg atburðarás og því hljóta þau að rísa undir ábyrgð sinni, sem er að varða veginn fram undan. Það er þeirra hlutverk. Lausnirnar mótast annars vegar af eðli veirunnar og hins vegar af eðli þeirrar kreppu sem við og heimurinn allur stendur frammi fyrir, sem er gríðarlegur samdráttur í hagkerfum heimsins og margskonar samfélagsleg áhrif sem fylgja breyttum heimi. Það er nefnilega ekki heldur alveg svo að efnahagslegar aðgerðir og sóttvarnir séu algjörlega andstæðir pólar, eins og stundum má ætla af umræðunni. Náin tengsl eru á milli efnahagsmála og velferðar og heilsu þjóða, eins og öllum ætti að vera ljóst. Enn hefur almenningur til dæmis ekki fengið að heyra nema að takmörkuðu leyti hvað bjó að baki ákvörðunum stjórnvalda um ferðalög til landsins í sumar; með hvaða hætti stjórnvöld mátu hættu, mögulegan skaða og ávinning. Vel má vera að þær greiningar liggi fyrir en svörin við þessu hafa ekki verið skýr af hálfu stjórnvalda. Það gerir um leið að verkum að vinna að sóttvörnum getur orðið erfiðari fyrir þá sem bera hitann og þungann þar því fólk er þreytt, er áhyggjufullt vegna mikillar fjölgunar smita og býr um leið við erfiða óvissu um atvinnu og afkomu. Svörin af hálfu þremenninganna um þeirra nálgun, hugmyndafræði og markmið hafa verið skýr. Svör þeirra og árangur veitti fólki vissu um stefnuna í vetur og vor hvað sóttvarnir varðar. Óskandi væri að stefna stjórnvalda hvað varðar skurðpunkt sóttvarna og efnahagsmála og annarra samfélagslegra afleiðinga væri jafn skýr. Ábyrgðin er á endanum og til lengri tíma nefnilega alltaf stjórnvalda um hvaða leiðir á að fara. Stefnan um eðlilegt samspil sóttvarna og annarra þátta í baráttu við bráðsmitandi veiru verður að vera skýr og öllum ljós. Búast má við að kórónuveiran verði hluti af okkar veruleika næstu mánuði og jafnvel ár. Það er vont að draga pólitíska rökræðu lengur, sem hefur ekki átt sér stað nema að takmörkuðu leyti af hálfu þeirra og á þeim vettvangi sem alla jafna hefur það hlutverk. Það er nefnilega rétt hjá sóttvarnarlækni að þetta mál er ekki lengur eingöngu sóttvarnarmál. Það er pólitískt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng. Spurningum fjölmiðla og almennings um hvort önnur bylgja kórónuveirunnar sé hafin hefur verið svarað af hálfu sóttvarnarlæknis og landlæknis þannig að við verðum sennilega að venjast því að veiran verði hluti af lífi okkar næstu mánuði og jafnvel ár. Og í því ljósi er auðvitað alveg rétt hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að það er tímabært að fara að ræða hvernig takast á við stöðuna til lengri tíma og framtíðar og ræða hvernig vega á og meta þá hagsmuni sem búa að baki. Með því að fá fleiri sjónarmið að borðinu eins og sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir er sömuleiðis hægt að ná öllum rökum betur upp á yfirborðið. Samtalið verður skýrara. Þar vegast auðvitað á ólík sjónarmið og það er ekki hægt að bjóða samfélagi upp á það til lengri tíma litið að forðast það samtal. Fólk verður að fá að vita, upp að því marki sem hægt er, hvers er að vænta. Þegar veruleikinn er að barátta við skæða og bráðsmitandi veiru hefur jafnframt í för með sér alvarlegar efnahagslegar afleiðingar er ekki bara eðlilegt að umræðan eigi sér einnig stað á hinum pólitíska vettvangi, það er nauðsynlegt. Sömuleiðis er ósanngjarnt að sóttvarnarlæknir og landlæknir sitji daglega fyrir svörum um efni sem lúta að pólitískum og efnahagslegum spurningum sem aðrir bera ábyrgð á. Álitaefnið er hvernig best megi haga sóttvörnum, en um leið verja atvinnu, efnahag og mannréttindi fólks. Með öðrum orðum þarf ríkisstjórnin sjálf að fara að gera það sem embættismenn hafa hingað til gert vel hvað varðar heilbrigðismálin. Hún þarf að setja skýrt fram hvernig hún sér fyrir sér að takast á við þennan breytta veruleika til lengri tíma litið hvað varðar heilbrigði, efnahag og daglegt líf þjóðar í þessum nýju aðstæðum. Sumarið hefur gefið ráðherrum tóm til að móta lausnir við því sem mátti vera líkleg atburðarás og því hljóta þau að rísa undir ábyrgð sinni, sem er að varða veginn fram undan. Það er þeirra hlutverk. Lausnirnar mótast annars vegar af eðli veirunnar og hins vegar af eðli þeirrar kreppu sem við og heimurinn allur stendur frammi fyrir, sem er gríðarlegur samdráttur í hagkerfum heimsins og margskonar samfélagsleg áhrif sem fylgja breyttum heimi. Það er nefnilega ekki heldur alveg svo að efnahagslegar aðgerðir og sóttvarnir séu algjörlega andstæðir pólar, eins og stundum má ætla af umræðunni. Náin tengsl eru á milli efnahagsmála og velferðar og heilsu þjóða, eins og öllum ætti að vera ljóst. Enn hefur almenningur til dæmis ekki fengið að heyra nema að takmörkuðu leyti hvað bjó að baki ákvörðunum stjórnvalda um ferðalög til landsins í sumar; með hvaða hætti stjórnvöld mátu hættu, mögulegan skaða og ávinning. Vel má vera að þær greiningar liggi fyrir en svörin við þessu hafa ekki verið skýr af hálfu stjórnvalda. Það gerir um leið að verkum að vinna að sóttvörnum getur orðið erfiðari fyrir þá sem bera hitann og þungann þar því fólk er þreytt, er áhyggjufullt vegna mikillar fjölgunar smita og býr um leið við erfiða óvissu um atvinnu og afkomu. Svörin af hálfu þremenninganna um þeirra nálgun, hugmyndafræði og markmið hafa verið skýr. Svör þeirra og árangur veitti fólki vissu um stefnuna í vetur og vor hvað sóttvarnir varðar. Óskandi væri að stefna stjórnvalda hvað varðar skurðpunkt sóttvarna og efnahagsmála og annarra samfélagslegra afleiðinga væri jafn skýr. Ábyrgðin er á endanum og til lengri tíma nefnilega alltaf stjórnvalda um hvaða leiðir á að fara. Stefnan um eðlilegt samspil sóttvarna og annarra þátta í baráttu við bráðsmitandi veiru verður að vera skýr og öllum ljós. Búast má við að kórónuveiran verði hluti af okkar veruleika næstu mánuði og jafnvel ár. Það er vont að draga pólitíska rökræðu lengur, sem hefur ekki átt sér stað nema að takmörkuðu leyti af hálfu þeirra og á þeim vettvangi sem alla jafna hefur það hlutverk. Það er nefnilega rétt hjá sóttvarnarlækni að þetta mál er ekki lengur eingöngu sóttvarnarmál. Það er pólitískt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar