Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 15:56 Vladimír Pútín er forseti Rússlands. AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. Reuters fjallar um málið og ræddi við þrjá vísindamenn í kjölfar tilkynningar Rússlandsforseta í dag en þar kom meðal annars fram að til standi að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. Í rétt AP í morgun kom fram að margir vísindamenn, bæði í Rússlandi og annars staðar, hafi verið með efasemdir þar sem yfirleitt þurfi umfangsmeiri prófanir sem ná til fleiri og yfir lengri tíma, áður en bóluefni er skráð. Í frétt Reuters er rætt við Ayfer Ali, sérfræðing í lyfjarannsóknum við Warwick Business School í Bretlandi. Segir að hún að ef til standi að hefja fjöldabólusetningu í Rússlandi séu yfirvöld þar í raun að hefja umfangsmikla tilraun á íbúum landsins. Án þess að prófa bóluefnið ítarlega áður geti mögulegar aukaverkanir farið framhjá læknum og rannsakendum, auk þess sem að mögulegar aukaverkanir geti verið alvarlegar, en þó mögulega sjaldgæfar. Francois Balloux, sérfræðingir hjá University College í London tekur undir með Ali. Segir hann að ákvörðun Rússa sé ekki bara ábyrgðarlaus, heldur einnig hættuleg. Fjöldabólusetning með vanprófuðu bóluefni sé algjörlega í bága við siðareglur auk þess sem að möguleg vandamál tengd bóluefninu gætu valdið heilsufarsvandamálum, auk þess sem það gæti ýtt undir almenna vantrú á virkni bóluefna. Undir þetta tekur Danny Altmann, prófessor í ónæmisfræði við Imperial College í London. Segir hann í samtali við Reuters að vanprófuðu bóluefni geti fylgt vandamál sem muni bara auka vandræðin sem nú þegar hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. Reuters fjallar um málið og ræddi við þrjá vísindamenn í kjölfar tilkynningar Rússlandsforseta í dag en þar kom meðal annars fram að til standi að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. Í rétt AP í morgun kom fram að margir vísindamenn, bæði í Rússlandi og annars staðar, hafi verið með efasemdir þar sem yfirleitt þurfi umfangsmeiri prófanir sem ná til fleiri og yfir lengri tíma, áður en bóluefni er skráð. Í frétt Reuters er rætt við Ayfer Ali, sérfræðing í lyfjarannsóknum við Warwick Business School í Bretlandi. Segir að hún að ef til standi að hefja fjöldabólusetningu í Rússlandi séu yfirvöld þar í raun að hefja umfangsmikla tilraun á íbúum landsins. Án þess að prófa bóluefnið ítarlega áður geti mögulegar aukaverkanir farið framhjá læknum og rannsakendum, auk þess sem að mögulegar aukaverkanir geti verið alvarlegar, en þó mögulega sjaldgæfar. Francois Balloux, sérfræðingir hjá University College í London tekur undir með Ali. Segir hann að ákvörðun Rússa sé ekki bara ábyrgðarlaus, heldur einnig hættuleg. Fjöldabólusetning með vanprófuðu bóluefni sé algjörlega í bága við siðareglur auk þess sem að möguleg vandamál tengd bóluefninu gætu valdið heilsufarsvandamálum, auk þess sem það gæti ýtt undir almenna vantrú á virkni bóluefna. Undir þetta tekur Danny Altmann, prófessor í ónæmisfræði við Imperial College í London. Segir hann í samtali við Reuters að vanprófuðu bóluefni geti fylgt vandamál sem muni bara auka vandræðin sem nú þegar hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44
Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03
Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39