Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 18:45 Donna Pettis og Gale Rathbone, dætur Lewis, eru hér til vinstri. Hægra megin á myndinni er Carole Baskin. Vísir/Getty Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. Mikill áhugi kviknaði aftur á hvarfi Lewis eftir að þættirnir vinsælu Tiger King voru sýndir á Netflix í byrjun ársins. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann hélt því ítrekað fram að hún hefði myrt eiginmann sinn. Joe Exotic, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum, eyddi stórum hluta ferils síns sem eigandi „framandi dýragarðs“ í að áreita Baskin í illdeilum sem sjást vel í heimildaþáttunum Tiger King. Exotic hélt því statt og stöðugt fram, í mörg ár, að Baskin hefði orðið fyrrum eiginmanni sínum, Don Lewis, að bana. Lewis hvarf degi áður en hann ætlaði að fara til Costa Rica og var lýstur látinn árið 2002. Hann og Baskin voru enn gift en hann hafði þó fengið nálgunarbann gagnvart henni tveimur mánuðum áður en hann hvarf. Baskin hefur ítrekað neitað því að hafa orðið eiginmanni sínum að bana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar frá blaðamannafundi fjölskyldu Lewis í gær þakkaði Gale Rathbone, yngsta dóttir hans, fyrir hinn aukna áhuga á hvarfinu. Hún sagði að þó faðir hennar hafði ekki verið fullkominn, ætti hann samt rétt á réttlæti. Lögmaður fjölskyldunnar segir markmiðið með því að höfða mál gegn Baskin vera að fá hana til að svara spurningum fyrir dómi. Í yfirlýsingu frá Baskin segist hún ekki ætla að tjá sig að svo stöddu. Bandaríkin Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Exotic hafði verið dæmdur til að greiða Baskin hátt í eina milljón dollara vegna brots á höfundarrétti. 2. júní 2020 07:21 Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. Mikill áhugi kviknaði aftur á hvarfi Lewis eftir að þættirnir vinsælu Tiger King voru sýndir á Netflix í byrjun ársins. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann hélt því ítrekað fram að hún hefði myrt eiginmann sinn. Joe Exotic, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum, eyddi stórum hluta ferils síns sem eigandi „framandi dýragarðs“ í að áreita Baskin í illdeilum sem sjást vel í heimildaþáttunum Tiger King. Exotic hélt því statt og stöðugt fram, í mörg ár, að Baskin hefði orðið fyrrum eiginmanni sínum, Don Lewis, að bana. Lewis hvarf degi áður en hann ætlaði að fara til Costa Rica og var lýstur látinn árið 2002. Hann og Baskin voru enn gift en hann hafði þó fengið nálgunarbann gagnvart henni tveimur mánuðum áður en hann hvarf. Baskin hefur ítrekað neitað því að hafa orðið eiginmanni sínum að bana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar frá blaðamannafundi fjölskyldu Lewis í gær þakkaði Gale Rathbone, yngsta dóttir hans, fyrir hinn aukna áhuga á hvarfinu. Hún sagði að þó faðir hennar hafði ekki verið fullkominn, ætti hann samt rétt á réttlæti. Lögmaður fjölskyldunnar segir markmiðið með því að höfða mál gegn Baskin vera að fá hana til að svara spurningum fyrir dómi. Í yfirlýsingu frá Baskin segist hún ekki ætla að tjá sig að svo stöddu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Exotic hafði verið dæmdur til að greiða Baskin hátt í eina milljón dollara vegna brots á höfundarrétti. 2. júní 2020 07:21 Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35
Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03
Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Exotic hafði verið dæmdur til að greiða Baskin hátt í eina milljón dollara vegna brots á höfundarrétti. 2. júní 2020 07:21
Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10