NBA leikmenn mega nú fá sitt fólk heimsókn í „búbbluna“ en kynlífsheimsóknir ekki í boði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 12:00 LeBron James með eiginkonu sinni Savannah eftir að hann vann NBA titilinn með Cleveland Cavaliers. EPA/DAVID MAXWELL Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er að klárast í búbblunni í Disney garðinum í Flórída og leikmenn hafa ekki fengið að hitta sitt fólk í langan tíma. Nú verður breyting á því. Fram undan er úrslitakeppni NBA-deildarinnar í Disney World en NBA deildin hefur ákveðið að létta á reglunum til að létta aðeins andann hjá leikmönnum sem hafa dúsað í langan tíma með vinnufélögum sínum. Leikmenn NBA-liðanna í búbblunni á Flórída hafa ekkert getað hitt fjölskyldur sínar síðan að þeir fóru inn í Disney garðinn fyrir mánuði eða meira síðan. NBA-leikmenn mega nú fá fjóra gesti hver auk barna sinna. Leikmenn verða hins vegar að sanna tengsl sín við vini sem eru ekki tengdir þeim fjölskylduböndum. Sumir NBA leikmenn eru þekktir fyrir að eiga kærustu í hverri höfn en allar slíkar kynlífsheimsóknir, svokallað „booty call“ á ensku, verða bannaðar. Það er ekki sagt beint út í reglunum en bandarískir fjölmiðlar eins og Sports Illustrated benda á það að það má lesa það á milli línanna. Í reglunum stendur nefnilega að vinir sem leikmenn þekkja aðeins í gegnum samfélagsmiðla eða í gegnum milligöngumenn mega ekki fá inngöngu í búbbluna. Leikmenn þurfa að sanna að þeir hafi verið í langtíma sambandið með viðkomandi aðila ef hann er ekki í nánustu fjölskyldu leikmannsins. Hvert félag í úrslitakeppninni mun fá sautján auka hótelherbergi fyrir gesti leikmanna sinna Þegar úrslitakeppnin hefst mun hver leikmaður síðan fá einn miða á leikinn fyrir sinn gest. Áður en gestir leikmanna koma inn í búbbluna þurfa þeir samt að fara í sjö daga sóttkví. NBA introduces conjugal visits into the bubble: pic.twitter.com/KSDbfx8qHr— Jacoby (@djacoby) August 12, 2020 NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er að klárast í búbblunni í Disney garðinum í Flórída og leikmenn hafa ekki fengið að hitta sitt fólk í langan tíma. Nú verður breyting á því. Fram undan er úrslitakeppni NBA-deildarinnar í Disney World en NBA deildin hefur ákveðið að létta á reglunum til að létta aðeins andann hjá leikmönnum sem hafa dúsað í langan tíma með vinnufélögum sínum. Leikmenn NBA-liðanna í búbblunni á Flórída hafa ekkert getað hitt fjölskyldur sínar síðan að þeir fóru inn í Disney garðinn fyrir mánuði eða meira síðan. NBA-leikmenn mega nú fá fjóra gesti hver auk barna sinna. Leikmenn verða hins vegar að sanna tengsl sín við vini sem eru ekki tengdir þeim fjölskylduböndum. Sumir NBA leikmenn eru þekktir fyrir að eiga kærustu í hverri höfn en allar slíkar kynlífsheimsóknir, svokallað „booty call“ á ensku, verða bannaðar. Það er ekki sagt beint út í reglunum en bandarískir fjölmiðlar eins og Sports Illustrated benda á það að það má lesa það á milli línanna. Í reglunum stendur nefnilega að vinir sem leikmenn þekkja aðeins í gegnum samfélagsmiðla eða í gegnum milligöngumenn mega ekki fá inngöngu í búbbluna. Leikmenn þurfa að sanna að þeir hafi verið í langtíma sambandið með viðkomandi aðila ef hann er ekki í nánustu fjölskyldu leikmannsins. Hvert félag í úrslitakeppninni mun fá sautján auka hótelherbergi fyrir gesti leikmanna sinna Þegar úrslitakeppnin hefst mun hver leikmaður síðan fá einn miða á leikinn fyrir sinn gest. Áður en gestir leikmanna koma inn í búbbluna þurfa þeir samt að fara í sjö daga sóttkví. NBA introduces conjugal visits into the bubble: pic.twitter.com/KSDbfx8qHr— Jacoby (@djacoby) August 12, 2020
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum