Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 12:08 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. Í tölum Lánamála Seðlabanka Íslands kemur fram að frá janúarlokum á þessu ári, til júlíloka hafi heildarskuldir ríkissjóðs aukist til muna. Útgjöld hafa aukist á sama tíma og tekjur lækkuðu vegna faraldurs kórónuveiru. „Þetta er nú kannski heldur minn en ég hafði búist við,“ segir Ásgeir um skuldastöðuna á fyrri helmingi árs. „Mér finnst margt benda til þess að samdrátturinn hafi ekki orðið eins mikill á fyrri helmingi ársins og við óttuðumst.“ Þessi mikla aukning skýrist einnig af því að ríkissjóður tók stórt erlent lán í maí sem ekki hefur verið eytt. „Þetta er tímabundið áfall og við búumst við því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að það komi hagvöxtur þá. Það mun taka lengri tíma fyrir ríkissjóð að komast aftur í jafnvægi. Á þessu ári hafa ríkisútgjöld aukist verulega vegna kórónuveirufaraldursins og að sama skapi hafa tekjur lækkað.“ Ásgeir telur, nánar tiltekið, að það gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Ekki sé þó hægt að líkja þessu tímabundna áfalli við efnahagshrunið 2008 því staðan sé gjörólík. „Þær efnahagsaðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til til þess að örva hagkerfið, eins og það að lækka vexti, mun koma ríkissjóði til góða. Við horfum fram á mun lægri vaxtagjöld á þessum skuldum sem ríkissjóður hefur nú safnað en var til dæmis á árunum eftir hrun. Að sama skapi hefur Seðlabankinn gefið fyrirheit um að kaupa 150 milljarða af ríkisskuldabréfum á næsta vetri til að koma í veg fyrir að aukin útgáfa muni hækka langtímavexti. Það mun líka hjálpa ríkissjóði verulega að standast þetta áfall. Að mörgu leyti gera aðgerðir Seðlabankans ríkissjóði lífið mun léttbærara, þótt það sé ekki í rauninni markmið Seðlabankans“ Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15 Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. Í tölum Lánamála Seðlabanka Íslands kemur fram að frá janúarlokum á þessu ári, til júlíloka hafi heildarskuldir ríkissjóðs aukist til muna. Útgjöld hafa aukist á sama tíma og tekjur lækkuðu vegna faraldurs kórónuveiru. „Þetta er nú kannski heldur minn en ég hafði búist við,“ segir Ásgeir um skuldastöðuna á fyrri helmingi árs. „Mér finnst margt benda til þess að samdrátturinn hafi ekki orðið eins mikill á fyrri helmingi ársins og við óttuðumst.“ Þessi mikla aukning skýrist einnig af því að ríkissjóður tók stórt erlent lán í maí sem ekki hefur verið eytt. „Þetta er tímabundið áfall og við búumst við því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að það komi hagvöxtur þá. Það mun taka lengri tíma fyrir ríkissjóð að komast aftur í jafnvægi. Á þessu ári hafa ríkisútgjöld aukist verulega vegna kórónuveirufaraldursins og að sama skapi hafa tekjur lækkað.“ Ásgeir telur, nánar tiltekið, að það gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Ekki sé þó hægt að líkja þessu tímabundna áfalli við efnahagshrunið 2008 því staðan sé gjörólík. „Þær efnahagsaðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til til þess að örva hagkerfið, eins og það að lækka vexti, mun koma ríkissjóði til góða. Við horfum fram á mun lægri vaxtagjöld á þessum skuldum sem ríkissjóður hefur nú safnað en var til dæmis á árunum eftir hrun. Að sama skapi hefur Seðlabankinn gefið fyrirheit um að kaupa 150 milljarða af ríkisskuldabréfum á næsta vetri til að koma í veg fyrir að aukin útgáfa muni hækka langtímavexti. Það mun líka hjálpa ríkissjóði verulega að standast þetta áfall. Að mörgu leyti gera aðgerðir Seðlabankans ríkissjóði lífið mun léttbærara, þótt það sé ekki í rauninni markmið Seðlabankans“
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15 Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01
Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15
Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00