Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 12:08 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. Í tölum Lánamála Seðlabanka Íslands kemur fram að frá janúarlokum á þessu ári, til júlíloka hafi heildarskuldir ríkissjóðs aukist til muna. Útgjöld hafa aukist á sama tíma og tekjur lækkuðu vegna faraldurs kórónuveiru. „Þetta er nú kannski heldur minn en ég hafði búist við,“ segir Ásgeir um skuldastöðuna á fyrri helmingi árs. „Mér finnst margt benda til þess að samdrátturinn hafi ekki orðið eins mikill á fyrri helmingi ársins og við óttuðumst.“ Þessi mikla aukning skýrist einnig af því að ríkissjóður tók stórt erlent lán í maí sem ekki hefur verið eytt. „Þetta er tímabundið áfall og við búumst við því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að það komi hagvöxtur þá. Það mun taka lengri tíma fyrir ríkissjóð að komast aftur í jafnvægi. Á þessu ári hafa ríkisútgjöld aukist verulega vegna kórónuveirufaraldursins og að sama skapi hafa tekjur lækkað.“ Ásgeir telur, nánar tiltekið, að það gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Ekki sé þó hægt að líkja þessu tímabundna áfalli við efnahagshrunið 2008 því staðan sé gjörólík. „Þær efnahagsaðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til til þess að örva hagkerfið, eins og það að lækka vexti, mun koma ríkissjóði til góða. Við horfum fram á mun lægri vaxtagjöld á þessum skuldum sem ríkissjóður hefur nú safnað en var til dæmis á árunum eftir hrun. Að sama skapi hefur Seðlabankinn gefið fyrirheit um að kaupa 150 milljarða af ríkisskuldabréfum á næsta vetri til að koma í veg fyrir að aukin útgáfa muni hækka langtímavexti. Það mun líka hjálpa ríkissjóði verulega að standast þetta áfall. Að mörgu leyti gera aðgerðir Seðlabankans ríkissjóði lífið mun léttbærara, þótt það sé ekki í rauninni markmið Seðlabankans“ Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15 Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. Í tölum Lánamála Seðlabanka Íslands kemur fram að frá janúarlokum á þessu ári, til júlíloka hafi heildarskuldir ríkissjóðs aukist til muna. Útgjöld hafa aukist á sama tíma og tekjur lækkuðu vegna faraldurs kórónuveiru. „Þetta er nú kannski heldur minn en ég hafði búist við,“ segir Ásgeir um skuldastöðuna á fyrri helmingi árs. „Mér finnst margt benda til þess að samdrátturinn hafi ekki orðið eins mikill á fyrri helmingi ársins og við óttuðumst.“ Þessi mikla aukning skýrist einnig af því að ríkissjóður tók stórt erlent lán í maí sem ekki hefur verið eytt. „Þetta er tímabundið áfall og við búumst við því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að það komi hagvöxtur þá. Það mun taka lengri tíma fyrir ríkissjóð að komast aftur í jafnvægi. Á þessu ári hafa ríkisútgjöld aukist verulega vegna kórónuveirufaraldursins og að sama skapi hafa tekjur lækkað.“ Ásgeir telur, nánar tiltekið, að það gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Ekki sé þó hægt að líkja þessu tímabundna áfalli við efnahagshrunið 2008 því staðan sé gjörólík. „Þær efnahagsaðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til til þess að örva hagkerfið, eins og það að lækka vexti, mun koma ríkissjóði til góða. Við horfum fram á mun lægri vaxtagjöld á þessum skuldum sem ríkissjóður hefur nú safnað en var til dæmis á árunum eftir hrun. Að sama skapi hefur Seðlabankinn gefið fyrirheit um að kaupa 150 milljarða af ríkisskuldabréfum á næsta vetri til að koma í veg fyrir að aukin útgáfa muni hækka langtímavexti. Það mun líka hjálpa ríkissjóði verulega að standast þetta áfall. Að mörgu leyti gera aðgerðir Seðlabankans ríkissjóði lífið mun léttbærara, þótt það sé ekki í rauninni markmið Seðlabankans“
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15 Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01
Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15
Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00