Aðeins Ford óvinsælli en Trump við upphaf kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 16:02 Litlar sveiflur hafa verið á vinsældum Trump forseta lengst af forsetatíðar hans. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira