Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 13:45 Írakar fylgjast með Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, í sjónvarpi. EPA/GAILAN HAJI Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03