Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 07:03 Donald Trump segist ætla að koma með yfirlýsingu að morgni. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. Þetta kom fram í Twitterfærslu Trumps fyrir um fjórum tímum. Sagði hann að hann kæmi með yfirlýsingu næsta morgun, það er um hádegisbil í dag að íslenskum tíma. Íranir skutu í nótt eldflaugum á tvær herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Íranska ríkissjónvarpið greindi frá því að um væri að ræða hefnd fyrir morðið á hershöfðingjanum Qasem Soleimani sem myrtur var í drónaárás Bandaríkjahers í Bagdad í síðustu viku. Í Twitter-færslunni stærir Trump sig ennfremur af her landsins og segir hann Bandaríkjamenn vera með langöflugasta og best búna her í heimi. All is well! Missiles launched from Iran at two military bases located in Iraq. Assessment of casualties & damages taking place now. So far, so good! We have the most powerful and well equipped military anywhere in the world, by far! I will be making a statement tomorrow morning.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2020 Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti að Íranir hafi skotið meira en tólf eldflaugum á herstöðvarnar en ekki er ljóst hvort einhver hafi látið lífið í árásunum. Stöðvarnar eru í Irbil annarsvegar og í al Asad hinsvegar. Utanríkisráðherra Írana, Javad Zarif hefur einnig tíst um árásirnar sem hann segir að hafi verið í fullu samræmi við rétt Írana til að beita sjálfsvörn, eftir árásina á Soleimani. Hann segir að Íranar vilji ekki auka á ófriðinn á svæðinu, en tekur fram að landið muni verja sig gegn hverskyns árásum. Iran took & concluded proportionate measures in self-defense under Article 51 of UN Charter targeting base from which cowardly armed attack against our citizens & senior officials were launched.We do not seek escalation or war, but will defend ourselves against any aggression.— Javad Zarif (@JZarif) January 8, 2020 Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. Þetta kom fram í Twitterfærslu Trumps fyrir um fjórum tímum. Sagði hann að hann kæmi með yfirlýsingu næsta morgun, það er um hádegisbil í dag að íslenskum tíma. Íranir skutu í nótt eldflaugum á tvær herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Íranska ríkissjónvarpið greindi frá því að um væri að ræða hefnd fyrir morðið á hershöfðingjanum Qasem Soleimani sem myrtur var í drónaárás Bandaríkjahers í Bagdad í síðustu viku. Í Twitter-færslunni stærir Trump sig ennfremur af her landsins og segir hann Bandaríkjamenn vera með langöflugasta og best búna her í heimi. All is well! Missiles launched from Iran at two military bases located in Iraq. Assessment of casualties & damages taking place now. So far, so good! We have the most powerful and well equipped military anywhere in the world, by far! I will be making a statement tomorrow morning.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2020 Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti að Íranir hafi skotið meira en tólf eldflaugum á herstöðvarnar en ekki er ljóst hvort einhver hafi látið lífið í árásunum. Stöðvarnar eru í Irbil annarsvegar og í al Asad hinsvegar. Utanríkisráðherra Írana, Javad Zarif hefur einnig tíst um árásirnar sem hann segir að hafi verið í fullu samræmi við rétt Írana til að beita sjálfsvörn, eftir árásina á Soleimani. Hann segir að Íranar vilji ekki auka á ófriðinn á svæðinu, en tekur fram að landið muni verja sig gegn hverskyns árásum. Iran took & concluded proportionate measures in self-defense under Article 51 of UN Charter targeting base from which cowardly armed attack against our citizens & senior officials were launched.We do not seek escalation or war, but will defend ourselves against any aggression.— Javad Zarif (@JZarif) January 8, 2020
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45