Beðið eftir hvað Íranar geri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. janúar 2020 18:45 Íraska þingið vill erlend herlið burt frá landinu. AP/U.S.Army Írakska þingið samþykkti nú síðdegis ályktun að allt erlent herlið sem dvalið hefur í landinu yfirgefi landið og banni erlendum hersveitum að nýta sér landhelgi Íraks með nokkrum hætti. Leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsettur hershöfðingi í Íran var drepinn. Spenna eykst fyrir botni Persaflóa frá því Qasem Soleimani, einn æðsti ráðamaður Írans var ráðinn af dögum í Bagdad í Írak á föstudag, að skipan Donald Trumps, Bandaríkjaforseta. Merki um aukna spennu sést meðal annars á því að skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa til að fylgja eftir olíuskipum sem sigla undir breskum fána. Árásir voru gerðar í gær á Græna svæðið í Bagdad miðborg Íraks þar sem hermenn Bandaríkjahers og sendiráð Bandaríkjanna hafa aðsetur en Íranar hafa hótað Bandaríkjamönnum grimmilegum hefndum vegna drápsins á Soleimani og hefur írakski herinn verið hvattur til þess að halda sig frá bandarískum herstöðvum. Trump hefur sagt að láti Íranar verða af hefndum verði því svarað af fullri hörku og sagði Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu en talan vísar til fimmtíu og tveggja bandarískra gísla sem Íranar tóku í Teheran árið 1979. Albert Jónsson, fv. sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum.Vísir/Friðrik Öryggi sendiráða grundvallaratriði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum segir að kveikjan að atburðarásinni hafi verið aðför sem gerð var að bandaríska sendiráðinu í Bagdad á gamlársdag en aðdragandinn sé þó mun lengri til að mynda frá 2012 þegar sendiherra Bandaríkjanna var myrtur í Líbíu. „Öryggi sendiráða er grundvallar atriði fyrir öll ríki, ekki bara Bandaríkin. Og svo auðvitað bætist við að Bandaríkin eru stórveldi og eru þar að auki með herlið í Írak. Þannig að það hefði orðið mikið áfall og mikill álits hnekkir fyrir Bandaríkjastjórn ef að aðför að sendiráði takist,“ segir Albert Jónsson, fv. sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum. Þingheimur í Írak samþykkti nú undir kvöld að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu yfirgefi Írak sem fyrst en fimm þúsund bandarískir hermenn eru í landinu. Þá er einnig kallað eftir anni við því að erlendur herafli nýti sér landhelgi Írak með nokkrum hætti. Stjórnmálamenn krefjast þess einnig að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi loftárás Bandaríkjahers á föstudag. Þá hefur Evrópusambandið hefur boðið Mohammed Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans til fundar í Brussel en í tilkynningu segir að mikilvægt sé að draga úr spennu á svæðinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir árásina á Soleimani og segir það nú forgangsmál að reka bandarískan herafla burtu úr heimshlutanum. Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara hafa syrgt íranska hershöfðingjann í gær og í dag. „Núna er auðvitað beðið eftir viðbrögðum Írana og hvers eðlis þau verða en ég hef nú frekar trú á því að þau muni ekki leiða til stórfelldra hernaðaraðgerða að hálfa Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, ég held að Íranar hafi ekki burði til þess,“ segir Albert. Spennan í Miðausturlöndum getur haft mikil áhrif víða um heim „Auðvitað getur þetta haft veruleg áhrif á olíumarkaði. Bandaríkjaforseti er nú búinn að benda á það, og fleiri, að sú breyting er nú orðin miðað við fyrri tíð að Bandaríkin eru orðin stærsti olíuframleiðandi í heimi þannig að Bandaríki geta haft mikil áhrif á framboð á olíu og brugðist við með þeim hætti sem ekki var hægt áður,“ segir Albert. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Írakska þingið samþykkti nú síðdegis ályktun að allt erlent herlið sem dvalið hefur í landinu yfirgefi landið og banni erlendum hersveitum að nýta sér landhelgi Íraks með nokkrum hætti. Leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsettur hershöfðingi í Íran var drepinn. Spenna eykst fyrir botni Persaflóa frá því Qasem Soleimani, einn æðsti ráðamaður Írans var ráðinn af dögum í Bagdad í Írak á föstudag, að skipan Donald Trumps, Bandaríkjaforseta. Merki um aukna spennu sést meðal annars á því að skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa til að fylgja eftir olíuskipum sem sigla undir breskum fána. Árásir voru gerðar í gær á Græna svæðið í Bagdad miðborg Íraks þar sem hermenn Bandaríkjahers og sendiráð Bandaríkjanna hafa aðsetur en Íranar hafa hótað Bandaríkjamönnum grimmilegum hefndum vegna drápsins á Soleimani og hefur írakski herinn verið hvattur til þess að halda sig frá bandarískum herstöðvum. Trump hefur sagt að láti Íranar verða af hefndum verði því svarað af fullri hörku og sagði Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu en talan vísar til fimmtíu og tveggja bandarískra gísla sem Íranar tóku í Teheran árið 1979. Albert Jónsson, fv. sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum.Vísir/Friðrik Öryggi sendiráða grundvallaratriði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum segir að kveikjan að atburðarásinni hafi verið aðför sem gerð var að bandaríska sendiráðinu í Bagdad á gamlársdag en aðdragandinn sé þó mun lengri til að mynda frá 2012 þegar sendiherra Bandaríkjanna var myrtur í Líbíu. „Öryggi sendiráða er grundvallar atriði fyrir öll ríki, ekki bara Bandaríkin. Og svo auðvitað bætist við að Bandaríkin eru stórveldi og eru þar að auki með herlið í Írak. Þannig að það hefði orðið mikið áfall og mikill álits hnekkir fyrir Bandaríkjastjórn ef að aðför að sendiráði takist,“ segir Albert Jónsson, fv. sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum. Þingheimur í Írak samþykkti nú undir kvöld að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu yfirgefi Írak sem fyrst en fimm þúsund bandarískir hermenn eru í landinu. Þá er einnig kallað eftir anni við því að erlendur herafli nýti sér landhelgi Írak með nokkrum hætti. Stjórnmálamenn krefjast þess einnig að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi loftárás Bandaríkjahers á föstudag. Þá hefur Evrópusambandið hefur boðið Mohammed Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans til fundar í Brussel en í tilkynningu segir að mikilvægt sé að draga úr spennu á svæðinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir árásina á Soleimani og segir það nú forgangsmál að reka bandarískan herafla burtu úr heimshlutanum. Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara hafa syrgt íranska hershöfðingjann í gær og í dag. „Núna er auðvitað beðið eftir viðbrögðum Írana og hvers eðlis þau verða en ég hef nú frekar trú á því að þau muni ekki leiða til stórfelldra hernaðaraðgerða að hálfa Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, ég held að Íranar hafi ekki burði til þess,“ segir Albert. Spennan í Miðausturlöndum getur haft mikil áhrif víða um heim „Auðvitað getur þetta haft veruleg áhrif á olíumarkaði. Bandaríkjaforseti er nú búinn að benda á það, og fleiri, að sú breyting er nú orðin miðað við fyrri tíð að Bandaríkin eru orðin stærsti olíuframleiðandi í heimi þannig að Bandaríki geta haft mikil áhrif á framboð á olíu og brugðist við með þeim hætti sem ekki var hægt áður,“ segir Albert.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45
Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39