Börsungar mæta Bayern fullir sjálfstrausts í kvöld: Skil svartsýnina en við erum besta lið í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 14:00 Lionel Messi í leik með Barcelona á móti Bayern München í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum síðan. Getty/Vladimir Rys Bayern München og Barcelona mætast í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en augum margra eru þetta tvö af sigurstranglegustu liðunum í keppninni í ár. Bayern München hefur verið á miklu skriði á leiktíðinni en Barcelona hefur verið í basli. Lið sem er með galdramanninn Lionel Messi innanborðs verður aftur á móti seint afskrifað. Tímabilið hefur samt verið vonbrigði fyrir Barcelona sem varð í 2. sæti í deildinni, datt út í átta liða úrslitum í bikarnum og missti af úrslitaleiknum í Súperbikarnum á Spáni. Titlalaust tímabil til þessa og síðasti möguleikinn á titili liggur í Meistaradeildinni. Allt aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann þýsku deildin með þrettán stiga mun og 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik bikarsins. Bayern München hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2013 en getur endurtekið leikinn og unnið þrennuna núna eins og þá. watch on YouTube Lewandowski með Messi-Ronaldo tölur Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sumir stilla þessum leik upp sem einvígi á milli Robert Lewandowski og Lionel Messi, stærstu stjarna liðanna. Messi hefur verið í sínum eigin heimi í öll þessi ár og þarf ekki að sanna sig en með frammistöðu Lewandowski á leiktíðinni hefur pólski framherjinn verið að banka á dyrnar á efstu hæðinni hjá Messi og Cristiano Ronaldo. Robert Lewandowski er búinn að skora þrettán mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og vantar fjögur mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo. Lewandowski er alls kominn með 53 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og það eru sannkallaðar Messi og Ronaldo tölur. Lionel Messi hefur látið sér nægja að skora 31 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum en hann er einnig með 26 stoðsendingar og setti nýtt stoðsendingamet í spænsku deildinni í vetur þar sem hann var bæði með yfir tuttugu mörk (25) og tuttugu stoðsendingar (21) í 33 deildarleikjum. „Ég skil alveg svartsýnina en við erum besta liðið í heimi. Vandamálið er að við sýnum það ekki alltaf,“ sagði Barcelona leikmaðurinn Arturo Vidal. watch on YouTube Ekki hægt að bera hann saman við Messi „Bayern mætir fullt af sjálfstrausti í leikinn en þeir verða átta sig á því að þeir eru ekki að fara spila við eitthvað lið úr Bundesligunni. Þeir eru að fara að spila við Barca. Við erum með Leo [Messi], við erum með bestu leikmennina og við viljum sanna okkur,“ sagði Vidal. Arturo Vidal var auðvitað spurður út í Robert Lewandowski og samanburð á honum og Lionel Messi. „Lewandowski er sérstakur, mjög hættulegur og óseðjandi markaskorari. Það verður erfitt fyrir okkur að stoppa hann en það er ekki mögulegt að bera hann saman við Messi sem er frá annarri plánetu. Það er aftur á móti hægt að segja að sé besti framherji í heimi ásamt Luis Suarez,“ sagði Vidal. „Við berum mikla virðingu fyrir þeim af því að Barcelona hefur verið í marga áratugi meðal bestu liða Evrópu,“ sagði Hansi Flick, knattspyrnustjóri Bayern München. Hefur verið besti leikmaður í mörg ár „Messi hefur verið besti leikmaðurinn í heimi í mörg ár og hann er afburðarleikmaður. Þetta er samt ekki bara Messi á móti Bayern. Þetta er Bayern á móti Barelona. Messi er heimsklassa leikmaður og við höfðum auðvitað velt því fyrir okkur hvað við ætlum að gera á móti honum,“ sagði Flick. „Við þurfum að gera þetta saman sem lið. Það er mikilvægt að spila skynsamlega á móti honum. Að átta sig á svæðunum hans, setja pressu á hann í einn á móti einum og vinna þá baráttu,“ sagði Hansi Flick. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Bayern München og Barcelona mætast í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en augum margra eru þetta tvö af sigurstranglegustu liðunum í keppninni í ár. Bayern München hefur verið á miklu skriði á leiktíðinni en Barcelona hefur verið í basli. Lið sem er með galdramanninn Lionel Messi innanborðs verður aftur á móti seint afskrifað. Tímabilið hefur samt verið vonbrigði fyrir Barcelona sem varð í 2. sæti í deildinni, datt út í átta liða úrslitum í bikarnum og missti af úrslitaleiknum í Súperbikarnum á Spáni. Titlalaust tímabil til þessa og síðasti möguleikinn á titili liggur í Meistaradeildinni. Allt aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann þýsku deildin með þrettán stiga mun og 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik bikarsins. Bayern München hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2013 en getur endurtekið leikinn og unnið þrennuna núna eins og þá. watch on YouTube Lewandowski með Messi-Ronaldo tölur Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sumir stilla þessum leik upp sem einvígi á milli Robert Lewandowski og Lionel Messi, stærstu stjarna liðanna. Messi hefur verið í sínum eigin heimi í öll þessi ár og þarf ekki að sanna sig en með frammistöðu Lewandowski á leiktíðinni hefur pólski framherjinn verið að banka á dyrnar á efstu hæðinni hjá Messi og Cristiano Ronaldo. Robert Lewandowski er búinn að skora þrettán mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og vantar fjögur mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo. Lewandowski er alls kominn með 53 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og það eru sannkallaðar Messi og Ronaldo tölur. Lionel Messi hefur látið sér nægja að skora 31 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum en hann er einnig með 26 stoðsendingar og setti nýtt stoðsendingamet í spænsku deildinni í vetur þar sem hann var bæði með yfir tuttugu mörk (25) og tuttugu stoðsendingar (21) í 33 deildarleikjum. „Ég skil alveg svartsýnina en við erum besta liðið í heimi. Vandamálið er að við sýnum það ekki alltaf,“ sagði Barcelona leikmaðurinn Arturo Vidal. watch on YouTube Ekki hægt að bera hann saman við Messi „Bayern mætir fullt af sjálfstrausti í leikinn en þeir verða átta sig á því að þeir eru ekki að fara spila við eitthvað lið úr Bundesligunni. Þeir eru að fara að spila við Barca. Við erum með Leo [Messi], við erum með bestu leikmennina og við viljum sanna okkur,“ sagði Vidal. Arturo Vidal var auðvitað spurður út í Robert Lewandowski og samanburð á honum og Lionel Messi. „Lewandowski er sérstakur, mjög hættulegur og óseðjandi markaskorari. Það verður erfitt fyrir okkur að stoppa hann en það er ekki mögulegt að bera hann saman við Messi sem er frá annarri plánetu. Það er aftur á móti hægt að segja að sé besti framherji í heimi ásamt Luis Suarez,“ sagði Vidal. „Við berum mikla virðingu fyrir þeim af því að Barcelona hefur verið í marga áratugi meðal bestu liða Evrópu,“ sagði Hansi Flick, knattspyrnustjóri Bayern München. Hefur verið besti leikmaður í mörg ár „Messi hefur verið besti leikmaðurinn í heimi í mörg ár og hann er afburðarleikmaður. Þetta er samt ekki bara Messi á móti Bayern. Þetta er Bayern á móti Barelona. Messi er heimsklassa leikmaður og við höfðum auðvitað velt því fyrir okkur hvað við ætlum að gera á móti honum,“ sagði Flick. „Við þurfum að gera þetta saman sem lið. Það er mikilvægt að spila skynsamlega á móti honum. Að átta sig á svæðunum hans, setja pressu á hann í einn á móti einum og vinna þá baráttu,“ sagði Hansi Flick. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti