Prófa sig áfram með íblöndun vetnis í gas Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 16:22 Jarðgas er notað til að hita upp hús og til eldunar víðast á Bretlandi. Hægt væri að draga verulega úr losun koltvísýrings með því að blanda vetni út í gasið. Vísir/EPA Tilraun með að blanda vetni út í jarðgas til húshitunar og eldunar sem gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda er hafin á háskólagarði á Bretlandi. Talið er að það gæti jafnast á við að taka á þriðju milljón bíla úr umferð verði hægt að taka upp vetnisblöndun gass á landsvísu. Vetnið sem er blandað út í jarðgas í Keele-háskólanum í Stoke-on-Trent er framleitt með rafgreiningu vatns. Tilraunin, sem gasdreififyrirtækið Cadent stendur að, er sú fyrsta sinna tegundar á Bretlandi og hefur gefist vel fram að þessu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðgas til upphitunar er uppspretta um þriðjungs heildarlosunar Bretlands á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænum loftslagsbreytingum á ári. Aukaafurð bruna á vetni er aðeins hreint vatn. Aðstandendur tilraunaverkefnisins telja að yrði 20% vetni blandað út í jarðgas á landsvísu væri hægt að draga úr losun á koltvísýringi um sex milljónir tonna, jafngildi þess að taka tvær og hálfa milljón bíla úr umferð. Hlutfallið 20% varð fyrir valinu því það er talið heppilegast svo að gasleiðslur og tæki verði ekki fyrir áhrifum af breytingunni. Helsti gallinn við íblöndun vetnis í jarðgas felst í framleiðslunni á vetni. Í framtíðinni væri hægt að framleiða vetni á vistvænan hátt með rafgreiningu á vetni sem væri knúin vindorku á nóttunni. Eins og stendur væri ódýrara að framleiða vetnið úr jarðgasi en því fylgir losun á koltvísýringi sem þyrfti að binda. Engu að síður eru sumir framleiðendur miðstöðvarkatla þegar byrjaðir að hanna katla sem brenna 100% vetni. Í skýrslu sem var unnin fyrir bresku ríkisstjórnina var tæpt á þeim möguleika að nota varmadælur með vetnismiðstöðvarkatla til að hita upp hús í landinu í stað jarðgass. Bretland Loftslagsmál Orkumál Tækni Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Tilraun með að blanda vetni út í jarðgas til húshitunar og eldunar sem gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda er hafin á háskólagarði á Bretlandi. Talið er að það gæti jafnast á við að taka á þriðju milljón bíla úr umferð verði hægt að taka upp vetnisblöndun gass á landsvísu. Vetnið sem er blandað út í jarðgas í Keele-háskólanum í Stoke-on-Trent er framleitt með rafgreiningu vatns. Tilraunin, sem gasdreififyrirtækið Cadent stendur að, er sú fyrsta sinna tegundar á Bretlandi og hefur gefist vel fram að þessu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðgas til upphitunar er uppspretta um þriðjungs heildarlosunar Bretlands á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænum loftslagsbreytingum á ári. Aukaafurð bruna á vetni er aðeins hreint vatn. Aðstandendur tilraunaverkefnisins telja að yrði 20% vetni blandað út í jarðgas á landsvísu væri hægt að draga úr losun á koltvísýringi um sex milljónir tonna, jafngildi þess að taka tvær og hálfa milljón bíla úr umferð. Hlutfallið 20% varð fyrir valinu því það er talið heppilegast svo að gasleiðslur og tæki verði ekki fyrir áhrifum af breytingunni. Helsti gallinn við íblöndun vetnis í jarðgas felst í framleiðslunni á vetni. Í framtíðinni væri hægt að framleiða vetni á vistvænan hátt með rafgreiningu á vetni sem væri knúin vindorku á nóttunni. Eins og stendur væri ódýrara að framleiða vetnið úr jarðgasi en því fylgir losun á koltvísýringi sem þyrfti að binda. Engu að síður eru sumir framleiðendur miðstöðvarkatla þegar byrjaðir að hanna katla sem brenna 100% vetni. Í skýrslu sem var unnin fyrir bresku ríkisstjórnina var tæpt á þeim möguleika að nota varmadælur með vetnismiðstöðvarkatla til að hita upp hús í landinu í stað jarðgass.
Bretland Loftslagsmál Orkumál Tækni Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“