Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2020 10:45 Carlos Ghosn með konu sinni Carole á meðan allt lék í lyndi. vísir/epa Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. Eiginkona hans, Carole Ghosn, segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Ghosn var eitt sinn álitinn hetja í Japan en er nú alræmdur í landinu þar sem hann liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins í eigin þágu.Að því er fram kemur í frétt Guardian hyggst Ghosn ræða við fjölmiðla næstkomandi miðvikudag í Beirút, höfuðborg Líbanon. Fáir munu fylgjast jafnvel með því sem Ghosn mun segja þá en Japanir enda þykir það sæta mikilli furðu að forstjóranum fyrrverandi hafi tekist að flýja frá landinu. Á meðal þeirra sem hafa fordæmt Ghosn fyrir að flýja eru hans eigin lögfræðingar. Komst frá landi á frönsku vegabréfi Ghosn hafði verið látinn laus gegn tryggingu í apríl síðastliðnum en var í raun í stofufangelsi í Japan þar sem hann mátti ekki fara frá landinu. Engu að síður tókst honum að flýja áður en réttarhöldin yfir honum hefjast í heimalandinu, en þau eiga að fara fram í landinu eftir nokkra mánuði. Ghosn komst frá Japan á franska vegabréfinu sínu. Dómstóll í Japan hafði leyft Ghosn að halda öðru af tveimur frönsku vegabréfunum hans gegn því að vegabréfið yrði í læstum skáp og að lögmenn hans myndu geyma lykilinn. Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Ghosn hafi flúið land í hljóðfæratösku. Hann hafi verið fluttur í töskunni af heimili sínu og í einkaþotu á Kansai-alþjóðaflugvellinum í vesturhluta Japans. Þetta segir Carole, eiginkona hans, að sé lygi. Hún hefur hins vegar neitað að tjá sig eitthvað frekar um flóttann. Ríkisstjórn Japans hefur hingað til ekki tjáð sig um flóttann en fjölmiðlar hafa fordæmt Ghosn og ýmsir málsmetandi aðilar í japönsku samfélagi. Þá hefur líbanska forsetaembættið neitað því að forsetinn Michel Aoun hafi tekið á móti Ghosn þegar hann kom til landsins. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. Eiginkona hans, Carole Ghosn, segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Ghosn var eitt sinn álitinn hetja í Japan en er nú alræmdur í landinu þar sem hann liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins í eigin þágu.Að því er fram kemur í frétt Guardian hyggst Ghosn ræða við fjölmiðla næstkomandi miðvikudag í Beirút, höfuðborg Líbanon. Fáir munu fylgjast jafnvel með því sem Ghosn mun segja þá en Japanir enda þykir það sæta mikilli furðu að forstjóranum fyrrverandi hafi tekist að flýja frá landinu. Á meðal þeirra sem hafa fordæmt Ghosn fyrir að flýja eru hans eigin lögfræðingar. Komst frá landi á frönsku vegabréfi Ghosn hafði verið látinn laus gegn tryggingu í apríl síðastliðnum en var í raun í stofufangelsi í Japan þar sem hann mátti ekki fara frá landinu. Engu að síður tókst honum að flýja áður en réttarhöldin yfir honum hefjast í heimalandinu, en þau eiga að fara fram í landinu eftir nokkra mánuði. Ghosn komst frá Japan á franska vegabréfinu sínu. Dómstóll í Japan hafði leyft Ghosn að halda öðru af tveimur frönsku vegabréfunum hans gegn því að vegabréfið yrði í læstum skáp og að lögmenn hans myndu geyma lykilinn. Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Ghosn hafi flúið land í hljóðfæratösku. Hann hafi verið fluttur í töskunni af heimili sínu og í einkaþotu á Kansai-alþjóðaflugvellinum í vesturhluta Japans. Þetta segir Carole, eiginkona hans, að sé lygi. Hún hefur hins vegar neitað að tjá sig eitthvað frekar um flóttann. Ríkisstjórn Japans hefur hingað til ekki tjáð sig um flóttann en fjölmiðlar hafa fordæmt Ghosn og ýmsir málsmetandi aðilar í japönsku samfélagi. Þá hefur líbanska forsetaembættið neitað því að forsetinn Michel Aoun hafi tekið á móti Ghosn þegar hann kom til landsins.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira