Málverk eftir Klimt sem stolið var fyrir 23 árum fundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 13:56 Málverkið eftir Klimt fannst í byrjun desember síðastliðnum. getty/DeAgostini Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega. Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega.
Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira