Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 10:05 Ríkisþinghúsið í Richmond var girt af eftir að ríkisstjórinn lýsti yfir neyðarástandi vegna samkomu vopnaáhugamanna sem hægriöfgamenn virtust ætla að hleypa upp. Skotvopn hafa verið bönnuð tímabundið í höfuðstaðnum. AP/Dean Hoffmeyer/Richmond Times-Dispatch Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira