Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2020 10:30 Freedman í viðtalinu við BBC sem birt var fyrr í vikunni. Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki vera með sektarkennd yfir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. Freedman var einn af þeim sem kom að umfangsmiklum njósnum kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi Harvey Weinstein, en Weinstein réð Black Cube til að vinna fyrir sig árið 2016. Fyrirtækið fékk langan lista af nöfnum á fólki sem Weinstein vildi njósna um, þar á meðal voru konur sem sökuðu hann um kynferðisofbeldi og blaðamenn sem voru að rannsaka ásakanirnar á hendur honum. Weinstein hefur nú verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum konum í Bandaríkjunum. Réttarhöld í öðru málinu fara fram þessa dagana í New York en þegar þeim lýkur þarf Weinstein að koma fyrir rétt í Los Angeles og svara til saka. Þóttist vera blaðamaður sem hafði unnið fyrir Guardian Freedman þóttist vera blaðamaður og kvaðst hafa unnið fyrir Guardian. Hann væri að vinna að stórri umfjöllun um hvernig lífið í Hollywood væri árin 2016/2017 miðað við fyrir tuttugu árum. Freedman hafði meðal annars samband við leikkonuna Rose McGowan, eina af fyrstu konunum sem sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi opinberlega haustið 2017. Freedman fékk upplýsingar frá McGowan sem síðan fóru beint til Weinstein. „Black Cube er einkaspæjarafyrirtæki. Allt það sem viðskiptavinir þeirra vilja er í boði og það er framkvæmt af fólki sem vanalega hefur hlotið þjálfun hjá ísraelsku leyniþjónustunni, Mossad, eða öðrum leyniþjónustum,“ segir Freedman í viðtali við BBC, fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann var afhjúpaður sem einn af njósnurum Weinstein. Fékk að vita að það væri í gangi samsæri gegn Weinstein Freedman fékk að vita að Black Cube hefði fengið nýtt verkefni í Hollywood. Vanalega fengu starfsmenn ekki að vita fyrir hvern þeir væru að vinna en í þessu tilfelli var augljóst að viðskiptavinurinn var Harvey Weinstein. „Mér var sagt að það væri samsæri í gangi gegn honum. Fjöldi fólks væri að reyna að ljúga upp á hann og setja fram alls konar neikvæða hluti um hann opinberlega, hvort sem það væri í fjölmiðlum eða innan kvikmyndaiðnaðarins.“ Freedman segir að fyrsti listinn af fólki sem Black Cube átti að njósna um hafi líklega samanstaðið af fimm karlmönnum og einni konu. „En listinn af fólki sem Harvey vildi að við færum á eftir varð alltaf lengri og lengri. Þegar mest var þá var 91 einstaklingur á listanum. Leikarar og leikkonur sem höfðu unnið fyrir hann í fortíðinni. Þetta fólk virtist ekki vera í einhvers konar plotti gegn honum en ég var bara að vinna vinnuna mína. Ég var ekki að spyrja: „Skiptir þetta fólk máli?“ Mér var bara sagt að þetta væri sá sem ég ætti að fara á eftir,“ segir Freedman. Leikkonan Rose McGowan var ein af þeim fyrstu sem stigu fram og sökuðu Weinstein um kynferðislega áreitni. Hér ávarpar hún mannfjöldann fyrir utan dómstólinn í New York þegar réttarhöldin hófust yfir Weinstein.vísir/getty Segist ekki hafa minnst á Weinstein að fyrra bragði við McGowan Nafn Rose McGowan birtist á listanum eftir uppfærslu frá Weinstein. Freedman hafði samband við hana í gegnum umboðsmann hennar og kynnti sig á sama hátt og venjulega; blaðamaður að skrifa um lífið í Hollywood. Eins og blaðamenn gjarnan gera tók Freedman viðtal sitt við McGowan upp. Upptakan rataði síðan til Weinstein í gegnum Black Cube en Freedman kveðst ekkert hafa minnst á Weinstein að fyrra bragði við McGowan. „Ég veit jafnvel ekki einu sinni hverjar ásakanirnar eru á þessum tímapunkti. Hún minnist á þetta og segir: „Þessi leikstjóri réðst á mig. Ég ætla að segja frá þessu í bókinni minn.““ Freedman segist hafa spurt hana hvað hún gerði, hvort hún hafi farið til lögreglunnar og hvort hún hafi skrifað undir skjal sem banni henni að ræða málið. Hann segir að þau hafi rætt þetta í kannski eina til tvær mínútur. „Ég læt Black Cube hafa upptökuna og þeir láta Harvey Weinstein og lögmenn hans fá hana og sjá þá að þetta er kannski það sem hún ætlar sér með þessari bók sinni. Mér er nákvæmlega sama þótt fólk vilji sitja og predika „Oh, þetta er svo hræðilegt því hún er einhver sem hefur komist lífs af.“ Það reynir ekki á neitt af þessu fyrir rétti svo ég er algjörlega hlutlaus gagnvart þessu öllu,“ segir Freedman. Weinstein kemur til réttarhaldanna í New York á dögunum.vísir/getty „Ég finn ekki til sektarkenndar út af neinu sem ég gerði fyrir Black Cube“ Þá segir hann það ekki rétt sem ítrekað hafi komið fram í fjölmiðlum að Weinstein hafi ráðið Black Cube til þess að ógna, áreita og þagga niður í fórnarlömbum hans. Ekkert slíkt hafi gerst því það væri ólöglegt. „Þöggunin, ef það var þá einhver þöggun, var fyrir mörgum árum og löngu áður en Black Cube kom inn í þetta. Fólk sem ásakaði Weinstein fór af einhverjum ástæðum ekki og skrifuðu undir samkomulag um að tala ekki.“ Spurður hvort hann finni til sektarkenndar fyrir að hringja í Rose McGowan svarar Freedman neitandi. „Ég finn ekki til sektarkenndar út af neinu sem ég gerði fyrir Black Cube. Ég meina, eins og ég sé þetta, ef þú ert leikkona sem vinnur í Hollywood og blaðamaður hringir í þig og þú ákveður að tala við hann, þannig virkar þetta einfaldlega.“ Freedman var ungur að aldri þegar hann fór að starfa sem njósnari eða einkaspæjari og segir að það séu fleiri njósnarar eða spæjarar að störfum en almenningur geri sér grein fyrir. Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein MeToo Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki vera með sektarkennd yfir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. Freedman var einn af þeim sem kom að umfangsmiklum njósnum kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi Harvey Weinstein, en Weinstein réð Black Cube til að vinna fyrir sig árið 2016. Fyrirtækið fékk langan lista af nöfnum á fólki sem Weinstein vildi njósna um, þar á meðal voru konur sem sökuðu hann um kynferðisofbeldi og blaðamenn sem voru að rannsaka ásakanirnar á hendur honum. Weinstein hefur nú verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum konum í Bandaríkjunum. Réttarhöld í öðru málinu fara fram þessa dagana í New York en þegar þeim lýkur þarf Weinstein að koma fyrir rétt í Los Angeles og svara til saka. Þóttist vera blaðamaður sem hafði unnið fyrir Guardian Freedman þóttist vera blaðamaður og kvaðst hafa unnið fyrir Guardian. Hann væri að vinna að stórri umfjöllun um hvernig lífið í Hollywood væri árin 2016/2017 miðað við fyrir tuttugu árum. Freedman hafði meðal annars samband við leikkonuna Rose McGowan, eina af fyrstu konunum sem sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi opinberlega haustið 2017. Freedman fékk upplýsingar frá McGowan sem síðan fóru beint til Weinstein. „Black Cube er einkaspæjarafyrirtæki. Allt það sem viðskiptavinir þeirra vilja er í boði og það er framkvæmt af fólki sem vanalega hefur hlotið þjálfun hjá ísraelsku leyniþjónustunni, Mossad, eða öðrum leyniþjónustum,“ segir Freedman í viðtali við BBC, fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann var afhjúpaður sem einn af njósnurum Weinstein. Fékk að vita að það væri í gangi samsæri gegn Weinstein Freedman fékk að vita að Black Cube hefði fengið nýtt verkefni í Hollywood. Vanalega fengu starfsmenn ekki að vita fyrir hvern þeir væru að vinna en í þessu tilfelli var augljóst að viðskiptavinurinn var Harvey Weinstein. „Mér var sagt að það væri samsæri í gangi gegn honum. Fjöldi fólks væri að reyna að ljúga upp á hann og setja fram alls konar neikvæða hluti um hann opinberlega, hvort sem það væri í fjölmiðlum eða innan kvikmyndaiðnaðarins.“ Freedman segir að fyrsti listinn af fólki sem Black Cube átti að njósna um hafi líklega samanstaðið af fimm karlmönnum og einni konu. „En listinn af fólki sem Harvey vildi að við færum á eftir varð alltaf lengri og lengri. Þegar mest var þá var 91 einstaklingur á listanum. Leikarar og leikkonur sem höfðu unnið fyrir hann í fortíðinni. Þetta fólk virtist ekki vera í einhvers konar plotti gegn honum en ég var bara að vinna vinnuna mína. Ég var ekki að spyrja: „Skiptir þetta fólk máli?“ Mér var bara sagt að þetta væri sá sem ég ætti að fara á eftir,“ segir Freedman. Leikkonan Rose McGowan var ein af þeim fyrstu sem stigu fram og sökuðu Weinstein um kynferðislega áreitni. Hér ávarpar hún mannfjöldann fyrir utan dómstólinn í New York þegar réttarhöldin hófust yfir Weinstein.vísir/getty Segist ekki hafa minnst á Weinstein að fyrra bragði við McGowan Nafn Rose McGowan birtist á listanum eftir uppfærslu frá Weinstein. Freedman hafði samband við hana í gegnum umboðsmann hennar og kynnti sig á sama hátt og venjulega; blaðamaður að skrifa um lífið í Hollywood. Eins og blaðamenn gjarnan gera tók Freedman viðtal sitt við McGowan upp. Upptakan rataði síðan til Weinstein í gegnum Black Cube en Freedman kveðst ekkert hafa minnst á Weinstein að fyrra bragði við McGowan. „Ég veit jafnvel ekki einu sinni hverjar ásakanirnar eru á þessum tímapunkti. Hún minnist á þetta og segir: „Þessi leikstjóri réðst á mig. Ég ætla að segja frá þessu í bókinni minn.““ Freedman segist hafa spurt hana hvað hún gerði, hvort hún hafi farið til lögreglunnar og hvort hún hafi skrifað undir skjal sem banni henni að ræða málið. Hann segir að þau hafi rætt þetta í kannski eina til tvær mínútur. „Ég læt Black Cube hafa upptökuna og þeir láta Harvey Weinstein og lögmenn hans fá hana og sjá þá að þetta er kannski það sem hún ætlar sér með þessari bók sinni. Mér er nákvæmlega sama þótt fólk vilji sitja og predika „Oh, þetta er svo hræðilegt því hún er einhver sem hefur komist lífs af.“ Það reynir ekki á neitt af þessu fyrir rétti svo ég er algjörlega hlutlaus gagnvart þessu öllu,“ segir Freedman. Weinstein kemur til réttarhaldanna í New York á dögunum.vísir/getty „Ég finn ekki til sektarkenndar út af neinu sem ég gerði fyrir Black Cube“ Þá segir hann það ekki rétt sem ítrekað hafi komið fram í fjölmiðlum að Weinstein hafi ráðið Black Cube til þess að ógna, áreita og þagga niður í fórnarlömbum hans. Ekkert slíkt hafi gerst því það væri ólöglegt. „Þöggunin, ef það var þá einhver þöggun, var fyrir mörgum árum og löngu áður en Black Cube kom inn í þetta. Fólk sem ásakaði Weinstein fór af einhverjum ástæðum ekki og skrifuðu undir samkomulag um að tala ekki.“ Spurður hvort hann finni til sektarkenndar fyrir að hringja í Rose McGowan svarar Freedman neitandi. „Ég finn ekki til sektarkenndar út af neinu sem ég gerði fyrir Black Cube. Ég meina, eins og ég sé þetta, ef þú ert leikkona sem vinnur í Hollywood og blaðamaður hringir í þig og þú ákveður að tala við hann, þannig virkar þetta einfaldlega.“ Freedman var ungur að aldri þegar hann fór að starfa sem njósnari eða einkaspæjari og segir að það séu fleiri njósnarar eða spæjarar að störfum en almenningur geri sér grein fyrir.
Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein MeToo Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira