Staðfesta að herflugvél fórst í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2020 19:00 Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. AP/Tariq Ghazniwal Flugher Bandaríkjanna hefur staðfest að það var herflugvél á þeirra vegum sem brotlenti í Ghaznihéraði í Afganistan. Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. Ekkert liggur fyrir varðandi dauðsföll en blaðamaður á svæðinu segist hafa séð tvö lík og að talið sé að tveir hafi lifað slysið af. Um er að ræða Bombardier E-11A. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði á yfirráðasvæði Talibana en samt þó eingöngu tíu kílómetra frá herstöð Bandaríkjanna. Í fyrstu var talið að farþegaflugvél frá flugfélaginu Ariana hefði brotlent. Sjá einnig: Enn margt á reiki varðandi meint flugslys AP fréttaveitan ræddi við Tariq Ghazniwal, afganskan blaðamann, sem sagðist hafa séð brennandi flugvélarbrak og tvö lík fremst í flugvélinni. Hann sagði fremsta hluta flugvélarinnar mjög brunninn og hún væri mjög illa farin. Blaðamaðurinn sagði sömuleiðis að Talibanar hefðu fjölmennt á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti og að vígamenn hafi verið sendir til að leita að tveimur áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem talið er að hafi lifað af. Frásögn hans hefur þó ekki verið staðfest enn. A U.S. Bombardier E-11A crashed today in Ghazni province, Afghanistan. While the cause of crash is under investigation, there are no indications the crash was caused by enemy fire. We will provide additional information as it becomes available.— USFOR-A Spokesman Col Sonny Leggett (@USFOR_A) January 27, 2020 Afganistan Bandaríkin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Flugher Bandaríkjanna hefur staðfest að það var herflugvél á þeirra vegum sem brotlenti í Ghaznihéraði í Afganistan. Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. Ekkert liggur fyrir varðandi dauðsföll en blaðamaður á svæðinu segist hafa séð tvö lík og að talið sé að tveir hafi lifað slysið af. Um er að ræða Bombardier E-11A. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði á yfirráðasvæði Talibana en samt þó eingöngu tíu kílómetra frá herstöð Bandaríkjanna. Í fyrstu var talið að farþegaflugvél frá flugfélaginu Ariana hefði brotlent. Sjá einnig: Enn margt á reiki varðandi meint flugslys AP fréttaveitan ræddi við Tariq Ghazniwal, afganskan blaðamann, sem sagðist hafa séð brennandi flugvélarbrak og tvö lík fremst í flugvélinni. Hann sagði fremsta hluta flugvélarinnar mjög brunninn og hún væri mjög illa farin. Blaðamaðurinn sagði sömuleiðis að Talibanar hefðu fjölmennt á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti og að vígamenn hafi verið sendir til að leita að tveimur áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem talið er að hafi lifað af. Frásögn hans hefur þó ekki verið staðfest enn. A U.S. Bombardier E-11A crashed today in Ghazni province, Afghanistan. While the cause of crash is under investigation, there are no indications the crash was caused by enemy fire. We will provide additional information as it becomes available.— USFOR-A Spokesman Col Sonny Leggett (@USFOR_A) January 27, 2020
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira