Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 23:40 Boris Johnson segir Breta komna yfir marklínuna. Vísir/Getty Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. Frumvarpið bíður nú undirskriftar Elísabetar Englandsdrottningar, en talið er að hún muni staðfesta frumvarpið í þessari viku, og þar með verði frumvarpið að lögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir ríkið nú geta „haldið sameinað inn í framtíðina“ og kvatt „áralanga óvild og sundrung.“ Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið klukkan 11 að kvöldi 31. janúar, en meira en þrjú og hálft ár er síðan Bretar samþykktu að yfirgefa sambandið með naumri þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016. Þann 1. febrúar munu Bretar síðan ganga inn í 11 mánaða umskiptaskeið, þar sem ríkið mun áfram þurfa að lúta gerðum ESB. Frá og með útgöngunni mun Bretland þó ekki lengur eiga fulltrúa innan stofnana sambandsins. Ráðgert er að þeirri skipan mála ljúki síðan við upphaf ársins 2021. Þá er vonast til að Bretland og Evrópusambandið verði búin að semja um stjórnmála-, öryggis- og efnahagssamband sín á milli, en breskir ráðamenn binda vonir við að geta gert hagstæðan fríverslunarsamning við sambandið. Evrópusambandið ræður ráðum sínum Gert er ráð fyrir því að á næstu dögum komi leiðtogar ESB til með að skrifa undir útgöngusamning Breta við sambandið. Eftir viku kemur Evrópuþingið saman til þess greiða atkvæði um samninginn, en í honum er meðal annars að finna ákvæði um réttindi borgara aðildarríkja ESB sem búsettir eru í Bretlandi sem og Breta búsettra innan ESB, auk sérstakra ráðstafana vegna málefna Norður-Írlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. Frumvarpið bíður nú undirskriftar Elísabetar Englandsdrottningar, en talið er að hún muni staðfesta frumvarpið í þessari viku, og þar með verði frumvarpið að lögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir ríkið nú geta „haldið sameinað inn í framtíðina“ og kvatt „áralanga óvild og sundrung.“ Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið klukkan 11 að kvöldi 31. janúar, en meira en þrjú og hálft ár er síðan Bretar samþykktu að yfirgefa sambandið með naumri þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016. Þann 1. febrúar munu Bretar síðan ganga inn í 11 mánaða umskiptaskeið, þar sem ríkið mun áfram þurfa að lúta gerðum ESB. Frá og með útgöngunni mun Bretland þó ekki lengur eiga fulltrúa innan stofnana sambandsins. Ráðgert er að þeirri skipan mála ljúki síðan við upphaf ársins 2021. Þá er vonast til að Bretland og Evrópusambandið verði búin að semja um stjórnmála-, öryggis- og efnahagssamband sín á milli, en breskir ráðamenn binda vonir við að geta gert hagstæðan fríverslunarsamning við sambandið. Evrópusambandið ræður ráðum sínum Gert er ráð fyrir því að á næstu dögum komi leiðtogar ESB til með að skrifa undir útgöngusamning Breta við sambandið. Eftir viku kemur Evrópuþingið saman til þess greiða atkvæði um samninginn, en í honum er meðal annars að finna ákvæði um réttindi borgara aðildarríkja ESB sem búsettir eru í Bretlandi sem og Breta búsettra innan ESB, auk sérstakra ráðstafana vegna málefna Norður-Írlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira