Heilbrigðiskerfi fyrir alla Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 22. janúar 2020 08:00 Það skiptir okkur öll máli að heilbrigðiskerfið virki og þjónustan sé til reiðu þegar við þurfum á henni að halda. því ekki undarlegt að umræða um heilbrigðismál verði oft tilfinningaþrungin. Mikil umræða hefur farið fram um heilbrigðisþjónustu í landinu undanfarnar vikur og mikið af þeirri umræðu snúist um Bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi og vanda Landspítalans í heild. Undanfarin misseri hafa framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu á langflestum stigum verið aukin stórlega. Slíku var enda heitið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og við það hefur verið staðið. Það var líka nokkuð samdóma álit þeirra sem buðu fram í síðustu Alþingiskosningum að þörf væri á auknum framlögum til kerfisins. Menn vissu að við höfðum dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar miðað var við framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu. Við þessu hefur ríkisstjórnin brugðist með markvissum hætti. Hafin er bygging nýs Landspítala við Hringbraut eftir að margra ára þref um staðsetningu hafði tafið fyrir. Nýtt Sjúkrahótel með glæsilegri aðstöðu er risið og hefur verið tekið í notkun. Framlög til rekstrar Landspítalans frá 2017 (önnur en til bygginga og launaleiðréttinga) hafa vaxið um tólf prósent á þessum þremur árum, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingar. Framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um tæp 25 prósent. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á að lækka kostnaðarþátttöku, einkum viðkvæmustu hópanna. Þá skiptir ekki minnstu máli að nú er unnið eftir Heilbrigðisstefnu sem Alþingi samþykkti samhljóða s.l. vor. Stefnan gildir til 2030, og áhersla m.a. lögð á rétta þjónustu á réttum stað, gegnsæi í þjónustukaupum, menntun heilbrigðisstétta og aðgengi að þjónustu. Áframhaldandi uppbygging heilbrigðisþjónustu á Íslandi er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins. Öflug heilbrigðisþjónusta og aðgengi að henni á jafnræðisgrunni eru grundvallarmannréttindi. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í þá átt en auðvitað eru, og verða alltaf, eftir verkefni sem þarf að leysa. Við þurfum að halda áfram að hlú að því almannaþjónustukerfi sem heilbrigðiskerfið okkar er. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það erum við að tryggja.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það skiptir okkur öll máli að heilbrigðiskerfið virki og þjónustan sé til reiðu þegar við þurfum á henni að halda. því ekki undarlegt að umræða um heilbrigðismál verði oft tilfinningaþrungin. Mikil umræða hefur farið fram um heilbrigðisþjónustu í landinu undanfarnar vikur og mikið af þeirri umræðu snúist um Bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi og vanda Landspítalans í heild. Undanfarin misseri hafa framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu á langflestum stigum verið aukin stórlega. Slíku var enda heitið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og við það hefur verið staðið. Það var líka nokkuð samdóma álit þeirra sem buðu fram í síðustu Alþingiskosningum að þörf væri á auknum framlögum til kerfisins. Menn vissu að við höfðum dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar miðað var við framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu. Við þessu hefur ríkisstjórnin brugðist með markvissum hætti. Hafin er bygging nýs Landspítala við Hringbraut eftir að margra ára þref um staðsetningu hafði tafið fyrir. Nýtt Sjúkrahótel með glæsilegri aðstöðu er risið og hefur verið tekið í notkun. Framlög til rekstrar Landspítalans frá 2017 (önnur en til bygginga og launaleiðréttinga) hafa vaxið um tólf prósent á þessum þremur árum, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingar. Framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um tæp 25 prósent. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á að lækka kostnaðarþátttöku, einkum viðkvæmustu hópanna. Þá skiptir ekki minnstu máli að nú er unnið eftir Heilbrigðisstefnu sem Alþingi samþykkti samhljóða s.l. vor. Stefnan gildir til 2030, og áhersla m.a. lögð á rétta þjónustu á réttum stað, gegnsæi í þjónustukaupum, menntun heilbrigðisstétta og aðgengi að þjónustu. Áframhaldandi uppbygging heilbrigðisþjónustu á Íslandi er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins. Öflug heilbrigðisþjónusta og aðgengi að henni á jafnræðisgrunni eru grundvallarmannréttindi. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í þá átt en auðvitað eru, og verða alltaf, eftir verkefni sem þarf að leysa. Við þurfum að halda áfram að hlú að því almannaþjónustukerfi sem heilbrigðiskerfið okkar er. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það erum við að tryggja.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar