Sala á nýjum fólksbílum hefur farið hægt af stað það sem af er ári en í janúar seldust 709 nýir fólksbílar hér á landi.
Um er að ræða 16,2 prósent samdrátt í sölu frá því á sama tíma í fyrra þegar seldir voru 846 fólksbílar, samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Yfir helmingur þessara bíla eða 52,2 prósent voru svokallaðir nýorkubílar, sem nær yfir tengitvinnbíla, rafmagnsbíla, tvinnbíla og metanbíla.
Samkvæmt Bílgreinasambandinu hefur meðalaldur bílaflotans hér á landi farið hækkandi og er hann nú 12,3 ár.
Sambandið spáir því hins vegar að sala nýrra fólksbíla á þessu ári muni aukast frá því í fyrra og að vöxturinn muni sjást á vormánuðum og á seinni hluta ársins.
Fyrr í mánuðinum var greint frá því að sala nýrra fólksbíla á síðasta ári hafi dregist saman um tæp 35% frá árinu 2018.
Sala nýrra fólksbíla heldur áfram að dragast saman

Tengdar fréttir

Sala á nýjum bílum dróst saman um 34,8 prósent
Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið.