Bandaríski demókratinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúardeildarþingmaður Maryland, hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka.
Delaney greindi frá ákvörðun sinni í samtali við CNN. Þingmaðurinn fyrrverandi tilkynnti í júlí 2017 að hann myndi sækjast eftir því að verða forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Var hann fyrstur Demókrata til að gera það.
Vinsældir Delaney náðu hins vegar aldrei flugi og mældist hann aldrei með meira en tveggja prósenta fylgi í könnunum. Delaney átti sæti í fulltrúadeildinni á árunum 2013 til 2019.
Fyrsta forval Demókrata fer fram í Iowa á mánudaginn.
lt has been a privilege to campaign for the Democratic nomination for President, but it is clear that God has a different purpose for me at this moment in time. Read my full statement here: 1/19https://t.co/DWaQWegVzJ
— John Delaney (@JohnDelaney) January 31, 2020