Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Tanja Vigdisdottir skrifar 16. ágúst 2020 20:29 Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. Við sem höfum þekkt þig áratugum saman vitum að oft tekurðu ansi djúpt í árinni og venjulega fyrirgefum við þér látalætin en í þetta skiptið get ég ekki látið sitja hjá við að koma með nokkra punkta. Ég geri þetta vegna þess að núna virðist þú sérlega illa að þér í málefninu og já, ert í raun að tala um eitthvað sem þú veist ekkert um og notar skilgreiningar og hugtök sem voru algeng fyrir 50 - 60 árum en er löngu hætt að nota þar sem vísindum hefur fleytt fram og aukinn skilningur er á málefnunum. Ég ætla að byrja á að leiðrétta þig varðandi samkynhneigð. Sennilega ertu með mjög gamla kennslubók í fræðunum við hlið þér vegna þess að samkynhneigð er ekki eitthvað sem einstaklingurinn velur né heldur snýst hún einvörðungu um glímutök í bólinu. Þetta var líka algeng skoðun samfélagsins fyrir áratugum síðan en hlutirnir hafa breyst. Samkynhneigð er að einstaklingur laðast andlega og líkamlega til annars einstaklings af sama kyni. Samkynhneigðir einstaklingar fella ástir til hvors annars alveg eins og gagnkynhneigt fólk gerir. Það er gott að hafa þetta í huga skyldirðu einhvern tímann hitta fyrir samkynhneigt par. Ég get t.d. sagt þér að ég og verðandi konan mín eigum í ríkulegu ástarsambandi og þó skilja Atlantsálar okkur að enn um sinn. Ég sé að þú ruglar heldur betur hugtakinu gender dysphoria í samhengi við hugtökin transgender og cisgender. Transgender er einstaklingur sem í örstuttu máli fæðist í vitlausum líkama og gender dysphoria er vanlíðan sem getur skapast af því þegar persónan og líkaminn passa ekki saman. Cisgender er einstaklingur þar sem persónan og líkaminn passa saman. Meirihluti mannkyns er cisgender. Transgender er ekki lengur skilgreint sem sjúkdómur í nýjustu útgáfu ICD. Þú hlýtur að vera að styðjast við gamla útgáfu í máli þínu. ICD staðallinn hefur löngum þótt umdeildur þegar kemur að transfólki og sannast sagna þótt íhaldssamur og fjandsamlegur. Við skulum ekki gleyma því að lengi vel var samkynhneigð skilgreind í ICD. Í vísindum samtímans er að verða sífellt meiri skilningur á því að kyn eins og það hefur verið skilgreint, þ.e.a.s. út frá kynfærum er í besta falli ónákvæmt ef ekki rangt og þörf sé á útvíkkun hugtaka og betri skilgreiningum. Ég hvet þig Addi til að lesa nýjar rannsóknir og þá þær sem eru framkvæmdar af viðurkenndum aðilum innan heilbrigðisstétta. Ég gætið haldið áfram lengi með rangindi hugtakanotkunar en læt þessi nægja í bili. Þú vitnar í nýja bók Abigail Shrier máli þínu til stuðnings. Ég er satt að segja mjög hissa á því að þú Addi sem titlar þig sem sálfræðing skuli gera svona hvað þá nota Freud sem einhverja tilvitnun, eitthvað sem engir sálfræðingar vandir að virðingu sinni gera lengur. Abigail er hvorki læknir né sálfræðingur né heldur er hún blaðamaður þó hún titli sig sem slíka. Hún er aftur á móti þekkt innan öfga hægri og íhaldshreyfingarinnar í USA og hefur skrifað skoðunargreinar fyrir öfgasíður eins og The Daily Caller sem Tucker Carlsson hjá Fox News var með að stofna. Það er vel þekkt að öfga hægri og íhaldshreyfingar í Bandaríkjunum hafa mikinn fjandskap gegn hinsegin fólki og þá sérstaklega transfólki og oft eru gervivísindi notuð í málflutningi þeirra til að afneita tilveru transfólks því með afneitun á tilveru er réttlæting á ofbeldi og ofsóknum komin fram. Mér finnst Addi þessi grein þín bera mikinn svip að því sem hægt er að lesa í amerískum öfga hægri og íhaldsfjölmiðlum og það veldur mér dálitlum áhyggjum að þú gerir þér ekki grein fyrir að þú ert að gerast mikill merkisberi hatursorðræðu og hreyfingar sem leiðir ofsóknir á hendur transfólki, þar sem við konurnar erum skotnar í tætlur á götum úti í Bandaríkjunum og í Pakistan erum við brenndar lifandi og lík okkar afskræmd. Ert þú virkilega að gerast málsvari þess að í nafni vísinda eigi að þurrka af yfirborði jarðarinnar heilan hóp af manneskjum fyrir það eitt að hafa fæðst í röngum líkama? Við erum ekki geðveik og höfum aldrei verið. Hins vegar stuðla fordómar, grimmd, miskunnarleysi og fjandskapur sem greinin þín ber með sér að líf okkar verða á köflum ansi erfið og mörg okkar bugast á endanum. Ég spyr þig Addi, er hatrið sem þú setur fram með skoðun þinni þess virði? Gerir þú þér grein fyrir hvað þú ert að gera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Tengdar fréttir Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. Við sem höfum þekkt þig áratugum saman vitum að oft tekurðu ansi djúpt í árinni og venjulega fyrirgefum við þér látalætin en í þetta skiptið get ég ekki látið sitja hjá við að koma með nokkra punkta. Ég geri þetta vegna þess að núna virðist þú sérlega illa að þér í málefninu og já, ert í raun að tala um eitthvað sem þú veist ekkert um og notar skilgreiningar og hugtök sem voru algeng fyrir 50 - 60 árum en er löngu hætt að nota þar sem vísindum hefur fleytt fram og aukinn skilningur er á málefnunum. Ég ætla að byrja á að leiðrétta þig varðandi samkynhneigð. Sennilega ertu með mjög gamla kennslubók í fræðunum við hlið þér vegna þess að samkynhneigð er ekki eitthvað sem einstaklingurinn velur né heldur snýst hún einvörðungu um glímutök í bólinu. Þetta var líka algeng skoðun samfélagsins fyrir áratugum síðan en hlutirnir hafa breyst. Samkynhneigð er að einstaklingur laðast andlega og líkamlega til annars einstaklings af sama kyni. Samkynhneigðir einstaklingar fella ástir til hvors annars alveg eins og gagnkynhneigt fólk gerir. Það er gott að hafa þetta í huga skyldirðu einhvern tímann hitta fyrir samkynhneigt par. Ég get t.d. sagt þér að ég og verðandi konan mín eigum í ríkulegu ástarsambandi og þó skilja Atlantsálar okkur að enn um sinn. Ég sé að þú ruglar heldur betur hugtakinu gender dysphoria í samhengi við hugtökin transgender og cisgender. Transgender er einstaklingur sem í örstuttu máli fæðist í vitlausum líkama og gender dysphoria er vanlíðan sem getur skapast af því þegar persónan og líkaminn passa ekki saman. Cisgender er einstaklingur þar sem persónan og líkaminn passa saman. Meirihluti mannkyns er cisgender. Transgender er ekki lengur skilgreint sem sjúkdómur í nýjustu útgáfu ICD. Þú hlýtur að vera að styðjast við gamla útgáfu í máli þínu. ICD staðallinn hefur löngum þótt umdeildur þegar kemur að transfólki og sannast sagna þótt íhaldssamur og fjandsamlegur. Við skulum ekki gleyma því að lengi vel var samkynhneigð skilgreind í ICD. Í vísindum samtímans er að verða sífellt meiri skilningur á því að kyn eins og það hefur verið skilgreint, þ.e.a.s. út frá kynfærum er í besta falli ónákvæmt ef ekki rangt og þörf sé á útvíkkun hugtaka og betri skilgreiningum. Ég hvet þig Addi til að lesa nýjar rannsóknir og þá þær sem eru framkvæmdar af viðurkenndum aðilum innan heilbrigðisstétta. Ég gætið haldið áfram lengi með rangindi hugtakanotkunar en læt þessi nægja í bili. Þú vitnar í nýja bók Abigail Shrier máli þínu til stuðnings. Ég er satt að segja mjög hissa á því að þú Addi sem titlar þig sem sálfræðing skuli gera svona hvað þá nota Freud sem einhverja tilvitnun, eitthvað sem engir sálfræðingar vandir að virðingu sinni gera lengur. Abigail er hvorki læknir né sálfræðingur né heldur er hún blaðamaður þó hún titli sig sem slíka. Hún er aftur á móti þekkt innan öfga hægri og íhaldshreyfingarinnar í USA og hefur skrifað skoðunargreinar fyrir öfgasíður eins og The Daily Caller sem Tucker Carlsson hjá Fox News var með að stofna. Það er vel þekkt að öfga hægri og íhaldshreyfingar í Bandaríkjunum hafa mikinn fjandskap gegn hinsegin fólki og þá sérstaklega transfólki og oft eru gervivísindi notuð í málflutningi þeirra til að afneita tilveru transfólks því með afneitun á tilveru er réttlæting á ofbeldi og ofsóknum komin fram. Mér finnst Addi þessi grein þín bera mikinn svip að því sem hægt er að lesa í amerískum öfga hægri og íhaldsfjölmiðlum og það veldur mér dálitlum áhyggjum að þú gerir þér ekki grein fyrir að þú ert að gerast mikill merkisberi hatursorðræðu og hreyfingar sem leiðir ofsóknir á hendur transfólki, þar sem við konurnar erum skotnar í tætlur á götum úti í Bandaríkjunum og í Pakistan erum við brenndar lifandi og lík okkar afskræmd. Ert þú virkilega að gerast málsvari þess að í nafni vísinda eigi að þurrka af yfirborði jarðarinnar heilan hóp af manneskjum fyrir það eitt að hafa fæðst í röngum líkama? Við erum ekki geðveik og höfum aldrei verið. Hins vegar stuðla fordómar, grimmd, miskunnarleysi og fjandskapur sem greinin þín ber með sér að líf okkar verða á köflum ansi erfið og mörg okkar bugast á endanum. Ég spyr þig Addi, er hatrið sem þú setur fram með skoðun þinni þess virði? Gerir þú þér grein fyrir hvað þú ert að gera?
Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun