Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2020 20:30 Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hafi verið ákveðið að leggja niður transteymið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ástæðan fjármagnsskorts og mannafla. „Það er ekki verið að fylgja eftir lögum um kynrænt sjálfræði þar sem kemur skýrt fram að forstjóri spítalans eigi að skipa í teymi sérfræðinga um þessi málefni,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Á BUGL starfi nú enginn sérfræðingur í málaflokknum. Sérfræðingar úr öðrum teymum, sem kannski aldrei hafi unnið með trans börnum, sinni þeim. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að sá sem talar við Trans börn þekki orðræðuna og viti hvernig á að nálgast þetta málefni. Við erum sí endurtekið að heyra af því hjá samtökunum að krakkarnir okkar eru að fara inn í viðtöl í heilbrigðiskerfinu og þau koma út í rauninni kvíðnari,“ segir Sigríður. Mæður transbarna hafa stigið fram og sagt það vera mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um hópinn. Börnin glíma oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Þess má geta að á morgun hefst heimildaþáttaröð á Stöð 2 þar sem fjórum fjölskyldum trans barna er fylgt eftir í tvö ár og er fyrsti þátturinn í opinni dagskrá. Sigríður segir að stjórnvöld verði að setja pening í málaflokkinn. „Það er ekki hægt að setja lög og gera ráð fyrir því að spítali skipi teymi og svo er enginn peningur. Þetta er rosalegur fjöldi af börnum sem þarf þessa þjónustu og hún er mjög mikilvægt og biðtíminn fyrir þessa krakka, hann er ekki í boði.“ Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hafi verið ákveðið að leggja niður transteymið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ástæðan fjármagnsskorts og mannafla. „Það er ekki verið að fylgja eftir lögum um kynrænt sjálfræði þar sem kemur skýrt fram að forstjóri spítalans eigi að skipa í teymi sérfræðinga um þessi málefni,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Á BUGL starfi nú enginn sérfræðingur í málaflokknum. Sérfræðingar úr öðrum teymum, sem kannski aldrei hafi unnið með trans börnum, sinni þeim. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að sá sem talar við Trans börn þekki orðræðuna og viti hvernig á að nálgast þetta málefni. Við erum sí endurtekið að heyra af því hjá samtökunum að krakkarnir okkar eru að fara inn í viðtöl í heilbrigðiskerfinu og þau koma út í rauninni kvíðnari,“ segir Sigríður. Mæður transbarna hafa stigið fram og sagt það vera mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um hópinn. Börnin glíma oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Þess má geta að á morgun hefst heimildaþáttaröð á Stöð 2 þar sem fjórum fjölskyldum trans barna er fylgt eftir í tvö ár og er fyrsti þátturinn í opinni dagskrá. Sigríður segir að stjórnvöld verði að setja pening í málaflokkinn. „Það er ekki hægt að setja lög og gera ráð fyrir því að spítali skipi teymi og svo er enginn peningur. Þetta er rosalegur fjöldi af börnum sem þarf þessa þjónustu og hún er mjög mikilvægt og biðtíminn fyrir þessa krakka, hann er ekki í boði.“
Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29
Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30
Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06