Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Samúel Karl Ólason og Sylvía Hall skrifa 7. febrúar 2020 22:57 Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu. AP/Andrew Harnik Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. Vindman er einn þeirra sem báru vitni gegn Donald Trump, forseta í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans. Framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Efuðust þeir um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Trump var sýknaður á miðvikudaginn og hefur síðan þá heitið hefndum. Lögmenn Vindman segja að bróður hans, sem er lögfræðingur hjá Þjóðaröryggisráðinu, hafi einnig verið fylgt úr Hvíta húsinu. Hann var þó ekki vitni gegn Trump. Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Fyrr í dag sagði Trump við blaðamenn að hann væri ekki ánægður með Alexander Vindman en það væri forsvarsmanna Þjóðaröryggisráðsins að ákveða næstu skref. Nokkrum klukkustundum síðar var forsetinn farinn að deila tístum þar sem kallað var eftir því að Vindmann yrði vikið úr starfi hið snarasta. Hér að neðan má sjá eitt tístanna sem forsetinn deildi. I’d fire him. I listened to his testimony in the SCIF. He’s a leaker, not a whistleblower. Vindman was upset that @realDonaldTrump didn’t follow the script Vindman prepared for the phone call. Current Commander in Chief doesn’t take orders from a Lt. Col.!https://t.co/a9KYrfiVFN— Thomas Massie (@RepThomasMassie) February 7, 2020 Vindman var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu möguleg embættisbrot Trump og tilraunir hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing. Einn lögmanna Vindman segir þetta skýrar pólitískar hefndaraðgerðir. Það leiki enginn vafi á því hvers vegna hann hefði misst starf sitt. „Sannleikurinn hefur kostað Alexander Vindman starf hans, starfsferil og einkalíf,“ sagði lögmaðurinn David Pressman í yfirlýsingu. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. Vindman er einn þeirra sem báru vitni gegn Donald Trump, forseta í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans. Framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Efuðust þeir um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Trump var sýknaður á miðvikudaginn og hefur síðan þá heitið hefndum. Lögmenn Vindman segja að bróður hans, sem er lögfræðingur hjá Þjóðaröryggisráðinu, hafi einnig verið fylgt úr Hvíta húsinu. Hann var þó ekki vitni gegn Trump. Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Fyrr í dag sagði Trump við blaðamenn að hann væri ekki ánægður með Alexander Vindman en það væri forsvarsmanna Þjóðaröryggisráðsins að ákveða næstu skref. Nokkrum klukkustundum síðar var forsetinn farinn að deila tístum þar sem kallað var eftir því að Vindmann yrði vikið úr starfi hið snarasta. Hér að neðan má sjá eitt tístanna sem forsetinn deildi. I’d fire him. I listened to his testimony in the SCIF. He’s a leaker, not a whistleblower. Vindman was upset that @realDonaldTrump didn’t follow the script Vindman prepared for the phone call. Current Commander in Chief doesn’t take orders from a Lt. Col.!https://t.co/a9KYrfiVFN— Thomas Massie (@RepThomasMassie) February 7, 2020 Vindman var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu möguleg embættisbrot Trump og tilraunir hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing. Einn lögmanna Vindman segir þetta skýrar pólitískar hefndaraðgerðir. Það leiki enginn vafi á því hvers vegna hann hefði misst starf sitt. „Sannleikurinn hefur kostað Alexander Vindman starf hans, starfsferil og einkalíf,“ sagði lögmaðurinn David Pressman í yfirlýsingu.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45
Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30
Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30