Meiri kröfur en áður um að starfsfólk sé tilbúið til að læra eitthvað nýtt Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 10:00 Starfsfólk þarf að vera tilbúið til að vilja læra stöðugt eitthvað nýtt. Rúna Magnúsdóttir stjórnendaþjálfi segir það sama eiga við stjórnendur og Sverir Briem hjá Hagvangi segir fyrirtæki í æ auknum mæli leggja áherslu á þessa hæfni. Vísir/Vilhelm Þegar við hugsum um alþjóða fyrirtækið Coca Cola dettur okkur fæstum í hug nýsköpun. Fyrirtækið er 130 ára gamalt og þarf ekki frekari kynningar við. En þegar yfirmaður í ráðningum talar um nýsköpun og nýjar áherslur í mannauðsleit er vert að staldra við og lrggja við hlustir. Í viðtali við CBS fyrir stuttu, sagði Stacey Valy Panayiotou, Senior Vice President of Global Talen and Development hjá Coca Cola, að fyrirtækið leggi nú áherslu á að finna rétta fólkið til starfa með nýsköpun í huga. Sagan hafi kennt þeim að fyrirtækið þurfi að varast stöðnun og að falla í gryfjur aldurs- og fyrri velgengni. Það geri fyrirtækið með því að hugsa um nýsköpun. Í vöruþróun þekkjum við svo sem til þess að gosdrykkjaframleiðendur hafa átt sínar hæðir og lægðir. Í dag er umræðan þó helst til neikvæð þegar kemur að sykruðum gosdrykkjum. Fyrirtækið ætlar að bregðast við meðal annars með breyttum áherslum í ráðningum starfsfólks. Þar sé nú lögð áhersla á að fólk sé ekki aðeins góðir hugmyndasmiðir og samstsarfsfélagar heldur er lögð sérstök áhersla á að finna starfsfólk sem sýnir áhuga á að læra stöðugt eitthvað nýtt. Já, að vera námsfús er orðið eftirsóknarvert. Í viðtalinu nefnir hún dæmi þessu til útskýringar: „Hópur markaðstjóra var að vinna að ákveðnu verkefni og í stað þess að sitja á fundum í fundarherbergi, skelltu þau sér til Chicago þar sem þau vörðu einum degi með tónlistarfólki og listamönnum og heimsóttu söfn til að fá innblástur. Þessi dagur skilaði verkefninu síðan mjög miklu.“ Viðtalið vakti athygli og segir til dæmis í umfjöllun nýsköpunarmiðilsins Innovation Excellence að þetta sýni og sanni að það að vera tilbúin til að vera stöðugt að læra eitthvað nýtt, sé hæfni sem er komin til að vera. Ekki síst fyrir fólk sem vill starfa í nýsköpunar- og vöruþróunarumhverfinu. Við leituðum til Sverris Briem, ráðgjafa og einn eiganda Hagvangs og Rúnu Magnúsdóttur, stjórnendaþjálfa og stofnanda The Change Makers til að heyra hvað íslenskir sérfræðingar segja um málið. Að vera stöðugt tilbúin til að læra eitthvað nýtt, aðlagast og hugsa út fyrir boxið er áhersla í mannauðsmálum sem er komin til að veraVísir/Getty Sama upp á teningnum á Íslandi Sverrir Briem, ráðgjafi hjá Hagvangi segir æ fleiri fyrirspurnir um þessi mál berast á þeirra borð. Hjá Hagvangi sé nú horft meira á þetta en áður í ráðningaferlinu auk þess sem viljinn til þess að vera tilbúinn til að læra stöðugt eitthvað nýtt sé mælt í persónuleikaprófum. „Fyrirtæki í starfa í síbreytilegu umhverfi og þessar breytingar verða hraðari og hraðari. Við finnum fyrir því að bæði fyrirtækin, starfsmenn og umsækjendur eru að átta sig á þessu. Það er því horft í auknum mæli til aðlögunarhæfni, hversu vel þú fylgist með og sért tilbúinn til að skoða nýja hluti. Við fáum í auknum mæli fyrirspurnir um þessi mál og höfum verið að leggja aukna áherslu á að meta þessi atriði í ráðningarferlinu. Þessi eiginleiki er auðvitað skoðaður í viðtölum en það „Að vera tilbúinn til að læra stöðugt eitthvað nýtt“ er hæfni sem hægt er að mæla með persónuleikamati. Þau persónuleikapróf sem við notum mæla einmitt þessa þætti.“ En þá má líka velta fyrir sér hvort það sé ekki mikilvægt fyrir hvern og einn að temja sér vilja til að vera tilbúinn til að læra stöðugt eitthvað nýtt, óháð atvinnuleit. Rúna Magnúsdóttir stjórnendaþjálfi segir þessar áherslur ekki aðeins eiga við starfsmenn heldur einnig stjórnendur. „Þarna þurfa allir, stjórnendur sem almennt starfsfólk að taka meðvitaða ákvörðun um að halda glasinu okkar ekki bara hálf fullu heldur yfirfullu og stefna sameiginlega á að láta þessar breytingar verða til góðs. Skoðum þetta aðeins út frá boxa-aðferðafræðinni sem að ég nota. Í fyrirtækjum eru ákveðin kjarnabox, má þar nefna kynjaboxið, starfstitlaboxið, siðferðisboxið, fordómaboxið og menntaboxið svo að dæmi séu tekin. Sameiginlega býr þetta til menningu, viðhorf, venjur og staðla. Sum boxin eru góð, önnur slæm og svo eru til box sem eru hreinlega ljót. Á tímum breytinga eins og þeim sem við erum að horfast í augu við, þarf smá hugrekki til að opna þessi vinnustaða box, taka til í þeim, og henda út þeim boxum viðhorfum og venjum sem heldur mannauðnum frá sköpunarkraftinum. Með slíkri tiltekt skapast óneitanlega verðmætt rými fyrir nýja sköpun sem er einmitt það sem fyrirtæki þurfa.“ Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Þegar við hugsum um alþjóða fyrirtækið Coca Cola dettur okkur fæstum í hug nýsköpun. Fyrirtækið er 130 ára gamalt og þarf ekki frekari kynningar við. En þegar yfirmaður í ráðningum talar um nýsköpun og nýjar áherslur í mannauðsleit er vert að staldra við og lrggja við hlustir. Í viðtali við CBS fyrir stuttu, sagði Stacey Valy Panayiotou, Senior Vice President of Global Talen and Development hjá Coca Cola, að fyrirtækið leggi nú áherslu á að finna rétta fólkið til starfa með nýsköpun í huga. Sagan hafi kennt þeim að fyrirtækið þurfi að varast stöðnun og að falla í gryfjur aldurs- og fyrri velgengni. Það geri fyrirtækið með því að hugsa um nýsköpun. Í vöruþróun þekkjum við svo sem til þess að gosdrykkjaframleiðendur hafa átt sínar hæðir og lægðir. Í dag er umræðan þó helst til neikvæð þegar kemur að sykruðum gosdrykkjum. Fyrirtækið ætlar að bregðast við meðal annars með breyttum áherslum í ráðningum starfsfólks. Þar sé nú lögð áhersla á að fólk sé ekki aðeins góðir hugmyndasmiðir og samstsarfsfélagar heldur er lögð sérstök áhersla á að finna starfsfólk sem sýnir áhuga á að læra stöðugt eitthvað nýtt. Já, að vera námsfús er orðið eftirsóknarvert. Í viðtalinu nefnir hún dæmi þessu til útskýringar: „Hópur markaðstjóra var að vinna að ákveðnu verkefni og í stað þess að sitja á fundum í fundarherbergi, skelltu þau sér til Chicago þar sem þau vörðu einum degi með tónlistarfólki og listamönnum og heimsóttu söfn til að fá innblástur. Þessi dagur skilaði verkefninu síðan mjög miklu.“ Viðtalið vakti athygli og segir til dæmis í umfjöllun nýsköpunarmiðilsins Innovation Excellence að þetta sýni og sanni að það að vera tilbúin til að vera stöðugt að læra eitthvað nýtt, sé hæfni sem er komin til að vera. Ekki síst fyrir fólk sem vill starfa í nýsköpunar- og vöruþróunarumhverfinu. Við leituðum til Sverris Briem, ráðgjafa og einn eiganda Hagvangs og Rúnu Magnúsdóttur, stjórnendaþjálfa og stofnanda The Change Makers til að heyra hvað íslenskir sérfræðingar segja um málið. Að vera stöðugt tilbúin til að læra eitthvað nýtt, aðlagast og hugsa út fyrir boxið er áhersla í mannauðsmálum sem er komin til að veraVísir/Getty Sama upp á teningnum á Íslandi Sverrir Briem, ráðgjafi hjá Hagvangi segir æ fleiri fyrirspurnir um þessi mál berast á þeirra borð. Hjá Hagvangi sé nú horft meira á þetta en áður í ráðningaferlinu auk þess sem viljinn til þess að vera tilbúinn til að læra stöðugt eitthvað nýtt sé mælt í persónuleikaprófum. „Fyrirtæki í starfa í síbreytilegu umhverfi og þessar breytingar verða hraðari og hraðari. Við finnum fyrir því að bæði fyrirtækin, starfsmenn og umsækjendur eru að átta sig á þessu. Það er því horft í auknum mæli til aðlögunarhæfni, hversu vel þú fylgist með og sért tilbúinn til að skoða nýja hluti. Við fáum í auknum mæli fyrirspurnir um þessi mál og höfum verið að leggja aukna áherslu á að meta þessi atriði í ráðningarferlinu. Þessi eiginleiki er auðvitað skoðaður í viðtölum en það „Að vera tilbúinn til að læra stöðugt eitthvað nýtt“ er hæfni sem hægt er að mæla með persónuleikamati. Þau persónuleikapróf sem við notum mæla einmitt þessa þætti.“ En þá má líka velta fyrir sér hvort það sé ekki mikilvægt fyrir hvern og einn að temja sér vilja til að vera tilbúinn til að læra stöðugt eitthvað nýtt, óháð atvinnuleit. Rúna Magnúsdóttir stjórnendaþjálfi segir þessar áherslur ekki aðeins eiga við starfsmenn heldur einnig stjórnendur. „Þarna þurfa allir, stjórnendur sem almennt starfsfólk að taka meðvitaða ákvörðun um að halda glasinu okkar ekki bara hálf fullu heldur yfirfullu og stefna sameiginlega á að láta þessar breytingar verða til góðs. Skoðum þetta aðeins út frá boxa-aðferðafræðinni sem að ég nota. Í fyrirtækjum eru ákveðin kjarnabox, má þar nefna kynjaboxið, starfstitlaboxið, siðferðisboxið, fordómaboxið og menntaboxið svo að dæmi séu tekin. Sameiginlega býr þetta til menningu, viðhorf, venjur og staðla. Sum boxin eru góð, önnur slæm og svo eru til box sem eru hreinlega ljót. Á tímum breytinga eins og þeim sem við erum að horfast í augu við, þarf smá hugrekki til að opna þessi vinnustaða box, taka til í þeim, og henda út þeim boxum viðhorfum og venjum sem heldur mannauðnum frá sköpunarkraftinum. Með slíkri tiltekt skapast óneitanlega verðmætt rými fyrir nýja sköpun sem er einmitt það sem fyrirtæki þurfa.“
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira