Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2020 11:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20
Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43