Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 11:19 Pétur Kristinsson sótti börn sín á Laugasól í hádeginu. Vísir/vilhelm Búast má við þungri umferð við leikskóla Reykjavíkur þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. Gert er ráð fyrir að um 3.500 börn, eða um helmingur leikskólabarna í borginni, verði þá sótt af foreldrum sínum. Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu leggja niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Alls starfa um 1850 félagsmenn Eflingar hjá borginni, flestir á skóla- og frístundasviði. Því má gera ráð fyrir að áhrif vinnustöðvunarinnar verði mest á leikskóla Reykjavíkur. Áhrif verkfallsins eru mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Búast má við einhverri skerðingu á öllum 63 leikskólum borgarinnar en foreldrar fengu orðsendingu frá leikskólastjórum fyrir helgi þar sem vænt áhrif voru útlistuð. Sum staðar þarf að loka leikskóladeildum og annars staðar fellur hádegismatur niður.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinu Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni. Takist ekki að leiða kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar til lykta leggur Eflingarfólk aftur niður störf á fimmtudag. Þrjár vinnustöðvanir eru síðan fyrirhugaðar í næstu viku, sem og mánudaginn 17. desember. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræddi verkfall dagsins við Bítið á Bylgjunni í morgun. Bítið Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Búast má við þungri umferð við leikskóla Reykjavíkur þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. Gert er ráð fyrir að um 3.500 börn, eða um helmingur leikskólabarna í borginni, verði þá sótt af foreldrum sínum. Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu leggja niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Alls starfa um 1850 félagsmenn Eflingar hjá borginni, flestir á skóla- og frístundasviði. Því má gera ráð fyrir að áhrif vinnustöðvunarinnar verði mest á leikskóla Reykjavíkur. Áhrif verkfallsins eru mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Búast má við einhverri skerðingu á öllum 63 leikskólum borgarinnar en foreldrar fengu orðsendingu frá leikskólastjórum fyrir helgi þar sem vænt áhrif voru útlistuð. Sum staðar þarf að loka leikskóladeildum og annars staðar fellur hádegismatur niður.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinu Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni. Takist ekki að leiða kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar til lykta leggur Eflingarfólk aftur niður störf á fimmtudag. Þrjár vinnustöðvanir eru síðan fyrirhugaðar í næstu viku, sem og mánudaginn 17. desember. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræddi verkfall dagsins við Bítið á Bylgjunni í morgun.
Bítið Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50