Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 08:34 Jessica Mann mætir í dómsal 31. janúar. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í tvígang á hótelherbergi í New York árið 2013. Vísir/getty Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. Konan brotnaði niður eftir yfir fjögurra klukkustunda yfirheyrslu af hendi verjanda Weinsteins. Í frétt Guardian segir að dómari í málinu hafi ákveðið að fresta réttarhöldunum, sem fara fram í New York, fram á þriðjudagsmorgun. Vitnið, kona að nafni Jessica Mann, hafi virst fá taugaáfall; fékk óstjórnlegt grátkast og var í mikilli andnauð. Lygasjúkt tálkvendi á framabraut Mann er önnur tveggja sem borið hafa alvarlegustu ásakanirnar á hendur Weinstein. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér á afar ofbeldisfullan hátt árið 2013. Blaðamaður Guardian segir í umfjöllun sinni að Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, hafi þjarmað mjög að Mann við yfirheyrslur og látið hana líta út fyrir að vera lygasjúkt tálkvendi sem hafi notað Weinstein sér til framdráttar í kvikmyndabransanum. Sjá einnig: Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Yfirheyrslum Rotunno í gær er jafnframt lýst sem óvægnasta „mannorðsmorðinu“ við réttarhöldin til þessa en verjendur Weinsteins hafa gengið mjög hart fram gegn konunum. Rotunno lagði áherslu á að Mann hefði haldið sambandi við Weinstein í nokkur ár eftir hina meintu nauðgun og hélt því einnig fram að hún hefði „talið Weinstein trú um að hún vildi stunda kynlíf með honum“. Mann kvað það ekki rétt. Lýsti vansköpuðum kynfærum Weinsteins Mann byrjaði fyrst að gráta þegar hún var látin lesa upphátt langan tölvupóst sem hún sendi fyrrverandi kærasta sínum í maí árið 2014, ári eftir að meint nauðgun átti sér stað. Í tölvupóstinum viðurkennir hún að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Weinstein og lýsir „vansköpuðum“ kynfærum hans. „Typpið á honum virkar ekki lengur. Hann hefur gengist undir einhvers konar aðgerð eða fengið brunasár á neðri hluta líkamans,“ hefur Guardian upp úr tölvupóstinum. Weinstein mætir í dómsal í New York í gær, 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust.Vísir/getty Þá lýsir Mann því einnig í skeytinu að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar Rotunno spurði hana frekar út í umrætt kynferðisofbeldi hóf Mann aftur að gráta, og enn sárar en áður. Það var þá sem hlé var gert á réttarhöldunum og henni gefinn kostur á að jafna sig. Að endingu var ákveðið að fresta þeim til morguns, líkt og áður segir. Mann lýsti því í smáatriðum við réttarhöldin á föstudag hvernig Weinstein braut gegn henni í tvígang á hóteli í New York árið 2013. Alls hafa fimm konur borið vitni við réttarhöldin en hópurinn sem sakar Weinstein um kynferðisofbeldi telur alls 105 konur. Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein á miðvikudag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi hans gegn henni árið 2004, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í kvimyndabransanum. Þá hélt hún því fram að Weinstein hefði lofað sér hlutverkum í kvikmyndum hans ef hún færi í trekant með honum og aðstoðarmanni hans. Önnur leikkona, Annabella Sciorra, bar vitni gegn Weinstein í þarsíðustu viku. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Hún sýndi viðstöddum m.a. hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. Konan brotnaði niður eftir yfir fjögurra klukkustunda yfirheyrslu af hendi verjanda Weinsteins. Í frétt Guardian segir að dómari í málinu hafi ákveðið að fresta réttarhöldunum, sem fara fram í New York, fram á þriðjudagsmorgun. Vitnið, kona að nafni Jessica Mann, hafi virst fá taugaáfall; fékk óstjórnlegt grátkast og var í mikilli andnauð. Lygasjúkt tálkvendi á framabraut Mann er önnur tveggja sem borið hafa alvarlegustu ásakanirnar á hendur Weinstein. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér á afar ofbeldisfullan hátt árið 2013. Blaðamaður Guardian segir í umfjöllun sinni að Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, hafi þjarmað mjög að Mann við yfirheyrslur og látið hana líta út fyrir að vera lygasjúkt tálkvendi sem hafi notað Weinstein sér til framdráttar í kvikmyndabransanum. Sjá einnig: Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Yfirheyrslum Rotunno í gær er jafnframt lýst sem óvægnasta „mannorðsmorðinu“ við réttarhöldin til þessa en verjendur Weinsteins hafa gengið mjög hart fram gegn konunum. Rotunno lagði áherslu á að Mann hefði haldið sambandi við Weinstein í nokkur ár eftir hina meintu nauðgun og hélt því einnig fram að hún hefði „talið Weinstein trú um að hún vildi stunda kynlíf með honum“. Mann kvað það ekki rétt. Lýsti vansköpuðum kynfærum Weinsteins Mann byrjaði fyrst að gráta þegar hún var látin lesa upphátt langan tölvupóst sem hún sendi fyrrverandi kærasta sínum í maí árið 2014, ári eftir að meint nauðgun átti sér stað. Í tölvupóstinum viðurkennir hún að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Weinstein og lýsir „vansköpuðum“ kynfærum hans. „Typpið á honum virkar ekki lengur. Hann hefur gengist undir einhvers konar aðgerð eða fengið brunasár á neðri hluta líkamans,“ hefur Guardian upp úr tölvupóstinum. Weinstein mætir í dómsal í New York í gær, 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust.Vísir/getty Þá lýsir Mann því einnig í skeytinu að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar Rotunno spurði hana frekar út í umrætt kynferðisofbeldi hóf Mann aftur að gráta, og enn sárar en áður. Það var þá sem hlé var gert á réttarhöldunum og henni gefinn kostur á að jafna sig. Að endingu var ákveðið að fresta þeim til morguns, líkt og áður segir. Mann lýsti því í smáatriðum við réttarhöldin á föstudag hvernig Weinstein braut gegn henni í tvígang á hóteli í New York árið 2013. Alls hafa fimm konur borið vitni við réttarhöldin en hópurinn sem sakar Weinstein um kynferðisofbeldi telur alls 105 konur. Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein á miðvikudag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi hans gegn henni árið 2004, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í kvimyndabransanum. Þá hélt hún því fram að Weinstein hefði lofað sér hlutverkum í kvikmyndum hans ef hún færi í trekant með honum og aðstoðarmanni hans. Önnur leikkona, Annabella Sciorra, bar vitni gegn Weinstein í þarsíðustu viku. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Hún sýndi viðstöddum m.a. hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30