Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2020 19:00 Þessir þrír herramenn hafa verið að mælast með mest fylgi undanfarna daga. Biden, Bernie og Buttigieg. Vísir/AP Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar en niðurstöður ættu að birtast upp úr þrjú í nótt að íslenskum tíma. Í stað hefðbundinna kosninga bíður Iowa-manna mun tímafrekara ferli. Í Iowa, sem og í nokkrum öðrum ríkjum, þurfa kjósendur að safnast saman í stóru rými, til að mynda íþróttahúsum, og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðendur þeir styðja. Á flestum kjörstöðum þarf frambjóðandi að vera með fimmtán prósent viðstaddra í sínu horni til þess að vinna svokallaða fulltrúa. Eftir fyrstu talningu fær fólk tækifæri til þess að skipta um frambjóðanda og styðja einhvern sem hefur náð þessum fimmtán prósentum. Fulltrúarnir sem keppst er um eru fleiri en tvö þúsund. Þeir verða sendir á kjördæma- og ríkisfundi Demókrata í Iowa þar sem þeir velja svo loksins 41 landsfundarfulltrúa. Það eru þeir fulltrúar sem sjá um hið formlega val á forsetaframbjóðandanum. Til að vinna útnefningu flokksins í fyrstu atkvæðagreiðslu á landsfundinum þarf 1.990 fulltrúa. Þetta er sum sé töluvert flókið kerfi og erfitt að spá fyrir um sigurvegarann í Iowa. Meðaltal kannana sýnir að Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður hefur mest fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, næstmest. Pete Buttigieg borgarstjóri og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren eru svo í þriðja og fjórða sæti. Öll yfir fimmtán prósentunum. Ef kosningaspá Fivethirtyeight rætist mun Sanders vinna flesta fulltrúa, eða um þrettán, en Biden um tólf. Buttigieg fengi sjö, Warren 6. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar en niðurstöður ættu að birtast upp úr þrjú í nótt að íslenskum tíma. Í stað hefðbundinna kosninga bíður Iowa-manna mun tímafrekara ferli. Í Iowa, sem og í nokkrum öðrum ríkjum, þurfa kjósendur að safnast saman í stóru rými, til að mynda íþróttahúsum, og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðendur þeir styðja. Á flestum kjörstöðum þarf frambjóðandi að vera með fimmtán prósent viðstaddra í sínu horni til þess að vinna svokallaða fulltrúa. Eftir fyrstu talningu fær fólk tækifæri til þess að skipta um frambjóðanda og styðja einhvern sem hefur náð þessum fimmtán prósentum. Fulltrúarnir sem keppst er um eru fleiri en tvö þúsund. Þeir verða sendir á kjördæma- og ríkisfundi Demókrata í Iowa þar sem þeir velja svo loksins 41 landsfundarfulltrúa. Það eru þeir fulltrúar sem sjá um hið formlega val á forsetaframbjóðandanum. Til að vinna útnefningu flokksins í fyrstu atkvæðagreiðslu á landsfundinum þarf 1.990 fulltrúa. Þetta er sum sé töluvert flókið kerfi og erfitt að spá fyrir um sigurvegarann í Iowa. Meðaltal kannana sýnir að Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður hefur mest fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, næstmest. Pete Buttigieg borgarstjóri og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren eru svo í þriðja og fjórða sæti. Öll yfir fimmtán prósentunum. Ef kosningaspá Fivethirtyeight rætist mun Sanders vinna flesta fulltrúa, eða um þrettán, en Biden um tólf. Buttigieg fengi sjö, Warren 6.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira