Óþjálfað verkafólk fær ekki landvistarleyfi á Bretlandi eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 20:16 Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, ræddi um breytingar á innflytjendalöggjöf í fjölmiðlum í dag. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“. Bretland Brexit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“.
Bretland Brexit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira