Ekkert verður til úr engu Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 19. febrúar 2020 08:30 Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun