Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 00:07 Weinstein mætir í dómsal í New York 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust. Vísir/getty Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni við réttarhöldin. Þá bað hún kviðdóminn að vera ekki hræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“. Réttarhöld yfir Weinstein hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Weinstein neitar sök í fimm ákæruliðum. Sjá einnig: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, lagði áherslu á að konurnar væru fullorðnar. Ákæruvaldið hefði með málflutningi sínum við réttarhöldin búið til nokkurs konar „hliðarveruleika“, þar sem konur bæru ekki ábyrgð á samkvæmunum sem þær sæktu, karlmönnunum sem þær döðruðu við – og þaðan af síður eigin ákvörðunum. Donna Rotunno, aðalverjandi Harvey Weinstein.Vísir/EPA Hún kvaðst meðvituð um að hún væri að biðja kviðdóminn um að taka „óvinsæla ákvörðun“. Kviðdómurinn væri jafnframt síðasta vígið gegn „ofstækisfullum“ fjölmiðlum og ákæruvaldi, sem hefði teiknað upp mynd af Weinstein sem „svo óaðlaðandi og feitum að engin kona myndi nokkurn tímann sofa hjá honum sjálfviljug“. „Ykkur þarf ekki að líka við Weinstein,“ sagði Rotunno er hún ávarpaði kviðdóminn. „Þetta er ekki vinsældakeppni. […] Það er óvinsæla fólkið sem þarfnast kviðdómanna mest í þessu landi. Óvinsæla manneskjan þarfnast ykkar sárast.“ Flestar konurnar sem borið hafa vitni gegn Weinstein eiga það sameiginlegt að hafa verið að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni við réttarhöldin. Þá bað hún kviðdóminn að vera ekki hræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“. Réttarhöld yfir Weinstein hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Weinstein neitar sök í fimm ákæruliðum. Sjá einnig: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, lagði áherslu á að konurnar væru fullorðnar. Ákæruvaldið hefði með málflutningi sínum við réttarhöldin búið til nokkurs konar „hliðarveruleika“, þar sem konur bæru ekki ábyrgð á samkvæmunum sem þær sæktu, karlmönnunum sem þær döðruðu við – og þaðan af síður eigin ákvörðunum. Donna Rotunno, aðalverjandi Harvey Weinstein.Vísir/EPA Hún kvaðst meðvituð um að hún væri að biðja kviðdóminn um að taka „óvinsæla ákvörðun“. Kviðdómurinn væri jafnframt síðasta vígið gegn „ofstækisfullum“ fjölmiðlum og ákæruvaldi, sem hefði teiknað upp mynd af Weinstein sem „svo óaðlaðandi og feitum að engin kona myndi nokkurn tímann sofa hjá honum sjálfviljug“. „Ykkur þarf ekki að líka við Weinstein,“ sagði Rotunno er hún ávarpaði kviðdóminn. „Þetta er ekki vinsældakeppni. […] Það er óvinsæla fólkið sem þarfnast kviðdómanna mest í þessu landi. Óvinsæla manneskjan þarfnast ykkar sárast.“ Flestar konurnar sem borið hafa vitni gegn Weinstein eiga það sameiginlegt að hafa verið að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47