Eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið: Má það? Margaret Anne Johnson skrifar 13. febrúar 2020 14:00 Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar