Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 19:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur samninginn sanngjarnan við ISAL um kaup á raforku. Hann hefur verið í gildi frá árinu 2010. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þá hálfu öld sem liðin er frá því Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína. Í dag er það minnsta álverið af nokkrum í landinu en verður þó enn að teljast mikilvægt fyrir þá 370 starfsmenn sem þar vinna og aðra hundrað og þrjátíu sem vinna þar daglega, fyrir utan hagsmuni margs konar þjónustufyrirtækja og Hafnarfjarðarbæjar. Hörður Arnarson segir verð raforku ekki vera aðalvandamál Isal. „Það er rétt að þeir eru að borga ágætis raforkuverð. En við teljum að raforkusamningurinn sé mjög sanngjarn.“ Var ekki talað um það á sínum tíma þegar endursamið var við Isal árið 2010 að önnur álver myndu fara inn í svipaða hugmyndafræði og er á bakvið þann samning? „Jú, þegar við fórum í þessa vegferð 2010 var það markmið okkar að semja um svipað raforkuverð á Íslandi og er samið um annars staðar. Markmiðið var síðan að gera það líka við aðra viðskiptavini,“ segir Hörður. Engu að síður hafi verið ákveðið að setjast nú niður með Rio Tinto til að fara yfir stöðuna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að raforkuverðið er bara lítill hluti af þessu máli. Stærsta vandamál álversins er lágt afurðaverð og lágt verð á þeim afurðum sem þeir framleiða. Síðan hafa verið rekstrarvandræði hjá álverinu. Það eru stóru vandræðin að mínu mati. Þannig að mér finnst það í raun ekki rétt að einblína eingöngu á raforkuverðið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Öll málmfyrirtæki í heiminum eigi í erfiðleikum vegna samdráttar í efnahagsmálum. En vonandi leysist úr þeirri stöðu. „Þetta er mjög mikilvægur viðskiptavinur fyrir okkur. Þetta er líka okkar elsti viðskiptavinur. Við vonum svo sannarlega að þeir hafi rekstrargrundvöll hér áfram,“ segir Hörður. Hjá Landsvirkjun eru til áform um virkjanaframkvæmdir og því spurning hvort stefna fyrirtækisins myndi breytast ef Isal hætti starfsemi? „Þeir eru náttúrlega með langtíma samning við okkur sem gildir til 2036 ef ég man rétt. Við munum bara vona að það samningssamband haldi.“ En það er vissulega verið að knýja dyra hjá ykkur af öðrum? „Já en það er hins vegar akkúrat núna í þessari efnahagslægð sem er í heiminu tiltölulega lítil eftirspurn,“ segir Hörður Arnarson. Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sumarið 1969 en ekki 1967 eins og missagt var í myndbandinu með þessari frétt. Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins. 12. febrúar 2020 11:36 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þá hálfu öld sem liðin er frá því Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína. Í dag er það minnsta álverið af nokkrum í landinu en verður þó enn að teljast mikilvægt fyrir þá 370 starfsmenn sem þar vinna og aðra hundrað og þrjátíu sem vinna þar daglega, fyrir utan hagsmuni margs konar þjónustufyrirtækja og Hafnarfjarðarbæjar. Hörður Arnarson segir verð raforku ekki vera aðalvandamál Isal. „Það er rétt að þeir eru að borga ágætis raforkuverð. En við teljum að raforkusamningurinn sé mjög sanngjarn.“ Var ekki talað um það á sínum tíma þegar endursamið var við Isal árið 2010 að önnur álver myndu fara inn í svipaða hugmyndafræði og er á bakvið þann samning? „Jú, þegar við fórum í þessa vegferð 2010 var það markmið okkar að semja um svipað raforkuverð á Íslandi og er samið um annars staðar. Markmiðið var síðan að gera það líka við aðra viðskiptavini,“ segir Hörður. Engu að síður hafi verið ákveðið að setjast nú niður með Rio Tinto til að fara yfir stöðuna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að raforkuverðið er bara lítill hluti af þessu máli. Stærsta vandamál álversins er lágt afurðaverð og lágt verð á þeim afurðum sem þeir framleiða. Síðan hafa verið rekstrarvandræði hjá álverinu. Það eru stóru vandræðin að mínu mati. Þannig að mér finnst það í raun ekki rétt að einblína eingöngu á raforkuverðið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Öll málmfyrirtæki í heiminum eigi í erfiðleikum vegna samdráttar í efnahagsmálum. En vonandi leysist úr þeirri stöðu. „Þetta er mjög mikilvægur viðskiptavinur fyrir okkur. Þetta er líka okkar elsti viðskiptavinur. Við vonum svo sannarlega að þeir hafi rekstrargrundvöll hér áfram,“ segir Hörður. Hjá Landsvirkjun eru til áform um virkjanaframkvæmdir og því spurning hvort stefna fyrirtækisins myndi breytast ef Isal hætti starfsemi? „Þeir eru náttúrlega með langtíma samning við okkur sem gildir til 2036 ef ég man rétt. Við munum bara vona að það samningssamband haldi.“ En það er vissulega verið að knýja dyra hjá ykkur af öðrum? „Já en það er hins vegar akkúrat núna í þessari efnahagslægð sem er í heiminu tiltölulega lítil eftirspurn,“ segir Hörður Arnarson. Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sumarið 1969 en ekki 1967 eins og missagt var í myndbandinu með þessari frétt.
Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins. 12. febrúar 2020 11:36 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins. 12. febrúar 2020 11:36
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45