Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2020 20:00 Svona skiptust atkvæðin í New Hampshire. Vísir/Hafsteinn Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira