Anníe Mist ræðir meðgönguna og framhaldið: Missti lystina á morgunmatnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 09:30 Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius eiga von á barni 5. ágúst næstkomandi. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttur stendur í dag á miklum tímamótum á sínum CrossFit ferli en hún er barnshafandi og þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í haust. Anníe ræddi meðgönguna og framhaldið í hlaðvarpsþættinum „Make PODS Great Again“ og gaf þar mikla innsýn í líf sitt sem barnshafandi íþróttakonu. Anníe Mist Þórisdóttur er lifandi goðsögn innan CrossFits heimsins ekki aðeins hér á Íslandi heldur úti líka. Hún er líka vinsæll viðmælandi hjá áhugafólki um íþróttina enda alltaf svo jákvæð og skemmtileg en um leið tilbúin að gefa mikið af sér. Þessi nýi hlaðvarpsþáttur er enginn undantekning og þar talar okkar kona meðal annars um metnað sinn fyrir því að verða fyrirmynd fyrir íþróttakonur hvað það varða að koma til baka eftir barnsburð. Anníe er nefnilega hvergi nærri hætt og ætlar því að æfa alla meðgönguna til að undirbúa sig undir það að koma til baka. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Lífið hennar og æfingarnar hafa hins vegar mikið breyst eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Hún þurfti fyrst að fela óléttuna á æfingunum sem var ekki auðvelt en tókst samt ótrúlega vel að hennar mati. Anníe Mist þekkir líkmann sinn mjög vel eftir að hafa þjálfað sig upp í að verða ein besta CrossFit kona allra tíma. „Miðað við það sem ég hef lesið og heyrt þá veit ég ekki betur en það gangi allt mjög vel hjá mér. Ég var ekki með morgunógleði og enga bakverki eða eitthvað slíkt. Það eru samt breytingar. Ég hef alltaf verið spennt að vakna og borða morgunmatinn því ég elska morgunmat. Það hefur hins vegar breyst núna og ég gat ekki lengur borðað hafragrautinn minn á morgnanna sem var uppáhaldið mitt. Ég missti líka lystina á grænmeti og kjöti,“ sagði Anníe Mist og segist hafa þurft að gera ráðstafanir til að fá nægt prótein því það hafi verið erfitt fyrstu vikurnar. „Ég bjóst ekki við breytingunum svona snemma og hélt ég gæti haldið áfram að æfa á fullu en nú þurfa æfingarnar mínar auðvitað aðeins að breytast. Matarlystin breyttist og ég fann fyrir þreytu en gat samt ekki sagt neinum frá því að ég væri ófrísk því ég var komin svo stutt á leið. Þessar fyrstu vikur voru því erfiðastar,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég sagði þjálfaranum mínum strax frá þessu því hann eyðir miklu tíma í að skipuleggja æfingarnar fyrir mig. Ég vildi passa upp á það að ég væri að gera þetta á réttan hátt,“ sagði Anníe Mist sem fór að fylgjast betur með æfingunum sínum. View this post on Instagram Bigger boobs, Bigger belly, things have needed adjustment but feeling GREAT! #enjoylife #NewYork #deadlift A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 11, 2020 at 9:50am PST Gekk nokkuð vel að halda þessu leyndu „Ég nota púlsmælinn til að passa upp á það að ég sé ekki að fara of hratt og passa upp á að allt sé öruggt. Allt í einu var ég farin að segja við stelpurnar sem ég æfi með heima að nú þyrftu þær að vinna mig í þessari æfingu. Ég ætla að æfa með þennan púls en ég gat ekki sagt þeim af hverju. Ég er bara að prófa hjartað og halda ákafanum niðri. Um leið hugsa ég að þær hljóta að vera átta sig á því að eitthvað sé í gangi,“ sagði Anníe Mist. „Ég held samt að fólkið í kringum mig og þau sem voru að æfa með mér hafi samt ekki farið að gruna neitt fyrr en viku áður en ég gerði þetta opinbert. Ég held að mér hafi gengið nokkuð vel að halda þessu leyndu því það sást ekki á mér og ég hélt áfram að nota íþróttatopp,“ sagði Anníe Mist. Hún hélt áfram að vera í toppnum til að reyna að plata fólkið í kringum sig sem hefði aldrei trúað því að ófrísk kona mætti í íþróttatoppi í æfingasalinn. „Þau hefðu haldið að ég reyndi að fela þetta betur en ég ætlaði að láta þetta líta út fyrir að ég væri ekki að fela neitt,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. View this post on Instagram This doesn’t change my destination, it just alters the path #StayTrueToWhoYouAre #BeyondExcited #EnjoyTheJourney A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 5, 2020 at 10:15am PST Anníe Mist heldur áfram að æfa á meðgöngunni og segir að henni líði vel. „Ég læri mikið á hlaupunum en ég er sem betur fer með mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég hef líka lesið mikið og þjálfarinn minn hefur gert það líka. Það eru líka margir á Íslandi sem eru tilbúin að hjálpa mér. Eina vandamálið er bara að það hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir um þetta,“ sagði Anníe Mist en það er kannski ástæða fyrir því. „Ég skil það líka vel því ég væri ekki tilbúin að taka neina áhættu með að athuga hvort einhverjar æfingar séu öruggar eða ekki. Þetta er ekki eitthvað sem þú ert mikið að prófa á þér,“ sagði Anníe Mist. Hún ræddi það hvernig hún nálgast æfingarnar núna. Núna er það númer eitt, tvö og þrjú að barnið mitt verði heilbrigt „Ég hef alltaf farið í æfingasalinn til að verða betri. Ég er kannski ekki að reyna að bæta persónulegu metin mín í hvert skipti en ég passa upp að fá sem mest út úr hverri æfingu. Ég ætlaði aldrei að eiga eitthvað inni eftir æfingu en núna mæti ég í æfingasalinn og er ekki að undirbúa mig fyrir það að keppa á heimsleikunum í ár,“ sagði Anníe Mist og hélt áfram. „Nú mæti ég ekki lengur í æfingasalinn til að verða betri því ég er ekki lengur í forgangi. Íþróttamaður þarf að hugsa mikið um sjálfan sig en núna er það númer eitt, tvö og þrjú að barnið mitt verði heilbrigt þegar það fæðist. Ég þarf síðan líka að hugsa um það að líkaminn minn verði í sem bestu standi eftir að barnið fæðist svo ég geti haldið áfram að æfa og vinna að því að ná markmiðum mínum,“ sagði Anníe Mist „Ég vil koma aftur og ég vil halda áfram að keppa. Hver veit hvað mun gerast en það eru magnaðar fyrirmyndir þarna úti. Þær hafa sýnt að þetta er hægt og nú síðasta hefur Kara Webb sýnt okkur það með því að koma til baka eftir barnsburð. Það er innblástur fyrir mig og vonandi get ég orðið innblástur fyrir aðrar konur líka. Þetta mun ekki breyta því hver ég er því ég er ennþá keppniskona,“ sagði Anníe Mist. „Það sem skiptir máli fyrir mig er að barnið færðist heilbrigt og að ég komi í góðu ásigkomulagi til baka og þess vegna þarf ég að minnka æfingarnar mínar,“ sagði Anníe Mist en það má horfa á allan hlaðvarpsþáttinn hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. 4. febrúar 2020 07:32 Annie vill sameina tvö stærstu CrossFit-mótin og búa til eitt risa mót Annie Mist Þórisdóttir var í eldlínunni í Laugardalshöllinni í dag er keppt var í fyrsta sinn í Crossfit á Reykjavíkurleikunum. 31. janúar 2020 22:15 23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu. 10. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Bein útsending: Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttur stendur í dag á miklum tímamótum á sínum CrossFit ferli en hún er barnshafandi og þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í haust. Anníe ræddi meðgönguna og framhaldið í hlaðvarpsþættinum „Make PODS Great Again“ og gaf þar mikla innsýn í líf sitt sem barnshafandi íþróttakonu. Anníe Mist Þórisdóttur er lifandi goðsögn innan CrossFits heimsins ekki aðeins hér á Íslandi heldur úti líka. Hún er líka vinsæll viðmælandi hjá áhugafólki um íþróttina enda alltaf svo jákvæð og skemmtileg en um leið tilbúin að gefa mikið af sér. Þessi nýi hlaðvarpsþáttur er enginn undantekning og þar talar okkar kona meðal annars um metnað sinn fyrir því að verða fyrirmynd fyrir íþróttakonur hvað það varða að koma til baka eftir barnsburð. Anníe er nefnilega hvergi nærri hætt og ætlar því að æfa alla meðgönguna til að undirbúa sig undir það að koma til baka. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Lífið hennar og æfingarnar hafa hins vegar mikið breyst eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Hún þurfti fyrst að fela óléttuna á æfingunum sem var ekki auðvelt en tókst samt ótrúlega vel að hennar mati. Anníe Mist þekkir líkmann sinn mjög vel eftir að hafa þjálfað sig upp í að verða ein besta CrossFit kona allra tíma. „Miðað við það sem ég hef lesið og heyrt þá veit ég ekki betur en það gangi allt mjög vel hjá mér. Ég var ekki með morgunógleði og enga bakverki eða eitthvað slíkt. Það eru samt breytingar. Ég hef alltaf verið spennt að vakna og borða morgunmatinn því ég elska morgunmat. Það hefur hins vegar breyst núna og ég gat ekki lengur borðað hafragrautinn minn á morgnanna sem var uppáhaldið mitt. Ég missti líka lystina á grænmeti og kjöti,“ sagði Anníe Mist og segist hafa þurft að gera ráðstafanir til að fá nægt prótein því það hafi verið erfitt fyrstu vikurnar. „Ég bjóst ekki við breytingunum svona snemma og hélt ég gæti haldið áfram að æfa á fullu en nú þurfa æfingarnar mínar auðvitað aðeins að breytast. Matarlystin breyttist og ég fann fyrir þreytu en gat samt ekki sagt neinum frá því að ég væri ófrísk því ég var komin svo stutt á leið. Þessar fyrstu vikur voru því erfiðastar,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég sagði þjálfaranum mínum strax frá þessu því hann eyðir miklu tíma í að skipuleggja æfingarnar fyrir mig. Ég vildi passa upp á það að ég væri að gera þetta á réttan hátt,“ sagði Anníe Mist sem fór að fylgjast betur með æfingunum sínum. View this post on Instagram Bigger boobs, Bigger belly, things have needed adjustment but feeling GREAT! #enjoylife #NewYork #deadlift A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 11, 2020 at 9:50am PST Gekk nokkuð vel að halda þessu leyndu „Ég nota púlsmælinn til að passa upp á það að ég sé ekki að fara of hratt og passa upp á að allt sé öruggt. Allt í einu var ég farin að segja við stelpurnar sem ég æfi með heima að nú þyrftu þær að vinna mig í þessari æfingu. Ég ætla að æfa með þennan púls en ég gat ekki sagt þeim af hverju. Ég er bara að prófa hjartað og halda ákafanum niðri. Um leið hugsa ég að þær hljóta að vera átta sig á því að eitthvað sé í gangi,“ sagði Anníe Mist. „Ég held samt að fólkið í kringum mig og þau sem voru að æfa með mér hafi samt ekki farið að gruna neitt fyrr en viku áður en ég gerði þetta opinbert. Ég held að mér hafi gengið nokkuð vel að halda þessu leyndu því það sást ekki á mér og ég hélt áfram að nota íþróttatopp,“ sagði Anníe Mist. Hún hélt áfram að vera í toppnum til að reyna að plata fólkið í kringum sig sem hefði aldrei trúað því að ófrísk kona mætti í íþróttatoppi í æfingasalinn. „Þau hefðu haldið að ég reyndi að fela þetta betur en ég ætlaði að láta þetta líta út fyrir að ég væri ekki að fela neitt,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. View this post on Instagram This doesn’t change my destination, it just alters the path #StayTrueToWhoYouAre #BeyondExcited #EnjoyTheJourney A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 5, 2020 at 10:15am PST Anníe Mist heldur áfram að æfa á meðgöngunni og segir að henni líði vel. „Ég læri mikið á hlaupunum en ég er sem betur fer með mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég hef líka lesið mikið og þjálfarinn minn hefur gert það líka. Það eru líka margir á Íslandi sem eru tilbúin að hjálpa mér. Eina vandamálið er bara að það hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir um þetta,“ sagði Anníe Mist en það er kannski ástæða fyrir því. „Ég skil það líka vel því ég væri ekki tilbúin að taka neina áhættu með að athuga hvort einhverjar æfingar séu öruggar eða ekki. Þetta er ekki eitthvað sem þú ert mikið að prófa á þér,“ sagði Anníe Mist. Hún ræddi það hvernig hún nálgast æfingarnar núna. Núna er það númer eitt, tvö og þrjú að barnið mitt verði heilbrigt „Ég hef alltaf farið í æfingasalinn til að verða betri. Ég er kannski ekki að reyna að bæta persónulegu metin mín í hvert skipti en ég passa upp að fá sem mest út úr hverri æfingu. Ég ætlaði aldrei að eiga eitthvað inni eftir æfingu en núna mæti ég í æfingasalinn og er ekki að undirbúa mig fyrir það að keppa á heimsleikunum í ár,“ sagði Anníe Mist og hélt áfram. „Nú mæti ég ekki lengur í æfingasalinn til að verða betri því ég er ekki lengur í forgangi. Íþróttamaður þarf að hugsa mikið um sjálfan sig en núna er það númer eitt, tvö og þrjú að barnið mitt verði heilbrigt þegar það fæðist. Ég þarf síðan líka að hugsa um það að líkaminn minn verði í sem bestu standi eftir að barnið fæðist svo ég geti haldið áfram að æfa og vinna að því að ná markmiðum mínum,“ sagði Anníe Mist „Ég vil koma aftur og ég vil halda áfram að keppa. Hver veit hvað mun gerast en það eru magnaðar fyrirmyndir þarna úti. Þær hafa sýnt að þetta er hægt og nú síðasta hefur Kara Webb sýnt okkur það með því að koma til baka eftir barnsburð. Það er innblástur fyrir mig og vonandi get ég orðið innblástur fyrir aðrar konur líka. Þetta mun ekki breyta því hver ég er því ég er ennþá keppniskona,“ sagði Anníe Mist. „Það sem skiptir máli fyrir mig er að barnið færðist heilbrigt og að ég komi í góðu ásigkomulagi til baka og þess vegna þarf ég að minnka æfingarnar mínar,“ sagði Anníe Mist en það má horfa á allan hlaðvarpsþáttinn hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. 4. febrúar 2020 07:32 Annie vill sameina tvö stærstu CrossFit-mótin og búa til eitt risa mót Annie Mist Þórisdóttir var í eldlínunni í Laugardalshöllinni í dag er keppt var í fyrsta sinn í Crossfit á Reykjavíkurleikunum. 31. janúar 2020 22:15 23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu. 10. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Bein útsending: Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sjá meira
Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. 4. febrúar 2020 07:32
Annie vill sameina tvö stærstu CrossFit-mótin og búa til eitt risa mót Annie Mist Þórisdóttir var í eldlínunni í Laugardalshöllinni í dag er keppt var í fyrsta sinn í Crossfit á Reykjavíkurleikunum. 31. janúar 2020 22:15
23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu. 10. febrúar 2020 10:00